Atvinnumálanefnd

2. fundur 06. desember 2006 kl. 18:09 - 20:35

2.Fundur Atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 6. desember
2006.
Mættir eru Kristinn Sigurþórsson, Kolbeinn Hreinsson, Kristberg Finnbogason, Jón
Elíasson og Sigríður Ragna Birgisóttir.
Einnig er mættur á fundinn Sverrir Agnarsson.
Fundur settur kl. 18:09
1. mál
Sverrir Agnarsson er mættur á fundinn til að veita upplýsingar um smábátafélagið og hvaða
hugmyndir þeir hafa varðandi mannvirkið sem er höfnin og aðstöðu þeirra þar.
Sverrir talar um að það verði að vera gjald fyrir
Sverrir talar um að vilji sé fyrir því að bryggjugjöldin verði þau sömu.
Það stendur til að lagfæra aðstöðuna við höfnina; bæta við grindverkum, vantar lýsingu og
rafmagn, steypa kantana
Væri hægt að bæta við 10 bátum sem að myndi auka tekjurnar af höfninni. Núna eru 20 bátar
við höfnina.
Hugmynd er uppi hjá einkaaðila að byggja flotbryggju sem myndi rúma fjóra báta. Sá aðili er
tilbúinn að kosta þá framkvæmd sjálfur.
Kolbeinn veltir því fyrir sér hvernig hægt er að hvetja bæjarstjórn til að bæta ímynd
hafnarinnar. Sverrir segir frá því að hann vilji að Smábátafélagið fái félagsaðstöðu fyrir sína
starfsemi.
Kristberg talar um nauðsynlegt sé að gámasvæðið fari í burtu.
Sverrir Agnarsson víkur af fundi kl. 18:57
Í framhaldi af þessum umræðum leggur nefndin sameiginlega fram tillögu þess efnis að farið
verði þess á leit við bæjarstjórn að ímynd hafnarinnar verði efld með því að fjarlægja
gámasvæðið frá höfninni og nýta það svæði fyrir markað á sumrin sem yrði fastur liður
ákveðinn dag í vikunni. Myndi það blása lífi í bæjarbraginn og mannlífið. Einnig vill nefndin
að smábátafélaginu verði gert kleift að koma sér upp félagsaðstöðu við höfnina með því að
útvega þeim svæði til þess, svo að það skapist vettvangur til að taka á móti gestum. Að lokum
telur nefndin brýnt að bæjarstjórn vinni að því að koma upp aðstöðu fyrir olíu,vatn og
rafmagn og fjölga leguplássum fyrir báta.
2. mál.
Atvinnufyrirtæki í Vogum. Kristinn og Róbert tóku saman þau fyrirtæki sem eru skráð hér í
Vogunum og eru þau alls 90 talsins. Kristinn og Róbert fóru í heimsókn til nokkurra þeirra og
áætla að heimsækja fleiri eftir áramót. Áætlað er að leggja könnun fyrir fyrirtækin og fá í
gegnum hana upplýsingar um starfsemi, fjölda starfsmanna, aldur fyritækis, áætlaða veltu,
framtíðarsýn, markmið fyritækisins, kosti og veikleika þess að vera staðsett í Vogunum,
þjónustu Sveitarfélagsins, fjölda starfsfólks sem búsett er í Sveitarfélaginu, hugmyndir til að
hlúa betur að atvinnufyrirtækjum í Vogunum.

3. mál.
Aðalskipulag. Kolbeinn er með hugmynd þess efnis að svæði við Reykjanesbrautina verði
eyrnamerkt fyrirtækjum til að auglýsa bæjarfélagið og setja upp skilti sem á stæði: Ef þitt
fyrirtæki væri staðsett hér þá værir þú komin í vinnuna. Einnig mætti koma fram á skiltinu
upplýsingar um fjölda lausra atvinnulóða, hversu langt er til Keflavíkurflugvallar og
Hafnarfjarðar.
Sigríður nefnir að hún vilji sjá fallegt skilti vel úr garði gert með einkennismerki bæjarins við
bæjarmörkin.
Önnur mál.
1.
Meirihlutinn leggur fram hugmynd um að atvinnufyrirtækjum verði boðið að kynna starfsemi
sína í fréttabréfi bæjarins. Sigríður nefnir í því sambandi að atvinnumálanefnd standi fyrir
opnum fundum um atvinnumál tvisvar á ári. Hugmyndirnar eru samþykktar samhljóða.
2.
Meirihluti nefndarinnar leggur fram tillögu þess efnis að Atvinnumálanefnd standi fyrir
nýsköpunarkeppni á meðal grunnskólanema í bæjarfélaginu. Nefndin myndi ákveða
viðfangasefni sem keppendur gætu valið á milli. Viðfangsefnin eiga að nýtast bæjarfélaginu
og þar með vekja áhuga og ábyrgð barnanna fyrir sínu eigin sveitarfélagi og þau læri að bera
virðingu fyrir því.
Sigríður spyr hvort keppnin sé hugsuð fyrir sérstakan aldur eða hvort ekki megi útfæra
keppnina þannig að öll aldursstig geti tekið þátt.
Nefndin er öll sammála um að hugmyndin sé mjög góð og virki kvetjandi á nemendur og
vísar hugmyndinni til umfjöllunar í fræðslunefnd og vonar eftir samvinnu.
3.
Sigríður spyr um atvinnuþróunarfulltrúann og hvernig þau mál standa. Nefnin samþykkir að
kalla hann á fund næst.
Fundi slitið kl. 20:35

Getum við bætt efni síðunnar?