Atvinnumálanefnd

4. fundur 02. mars 2007 kl. 18:02 - 19:30 Iðndal 2

4. fundur Atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Voga. Haldinn
fimmtudaginn, 2. mars 2007 að Iðndal 2. Mættir eru: Kristinn Sigurþórsson,
Kristberg Finnbogason og Sigríður Ragna Birgisdóttir,
Fundur settur 18:02
1. mál – Aðalskipulag.
Nefndin ræddi þær hugmyndir sem komu fram á síðasta fundi varðandi tjaldstæði
undir Vogastapa og óskar nefndin eftir því við bæjarstjórn að hún vísi erindinu áfram
til aðalskipulagsnefndar hið fyrsta.
Kristberg víkur af fundi kl. 18:15
Kristberg mætir aftur kl. 18:20
2. mál. – Staðardagskrá 21.
Nefndin vill láta kanna hvort það samræmist Staðardagskrá 21 að matvælaframleiðsla
og sorpmóttaka sé á sama stað eins og tilfellið er hér í Sveitarfélaginu og beinir því til
bæjarstjóra að hann kanni það.
Kristberg sótti fundinn í Tjarnarsal um Staðardagskrá 21 fyrir hönd
atvinnumálanefndar og okkur finnst að ekki hafi komið nægilega skýrt fram hvernig
atvinnumálanefnd komi að Staðardagskrá 21 og vill nefndin fá nánari útskýringar á
því hvernig þetta kemur inn á atvinnumál Sveitarfélagsins.

3. mál. - Nýsköpunarkeppni Grunnskólans.
Nefndin sér fyrir sér að nýsköpunarkeppnin gæti verið í samstarfi við vinnuskólann á
sumrin og að lokaafurðirnar verði kynntar og verðlaunaðar á fjölskyldudaginn.
4. mál. – Atvinnumáladagur í Vogum.
Nefndin ræðir um að undirbúa kynningu á Vogunum sem vænlegan kost fyrir
fyrirtæki og vill fara að sjá hvað verið er að gera í aðalskipulagsmálum svo það liggi
ljóst fyrir hvað hægt verði að bjóða fyrirtækjum uppá og skorar á aðalskipulagsnefnd
að senda okkur upplýsingar þeirra varðandi atvinnusvæði í Sveitarfélaginu.
Önnur mál
1. Einkavæðing Heitaveitu Suðurnesja
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af einkavæðingahugleiðingum Hitaveitunnar, þar
sem hækkun á raforkuverði geti haft slæmar afleiðingar fyrir fyrirtækin í
Sveitarfélaginu.
Fundi slitið 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?