Atvinnumálanefnd

6. fundur 06. ágúst 2011 kl. 18:00 - 20:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 6. ágúst,
2011 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Jóngeir Hjörvar
Hlinason og Bergur Brynjar Álfþórsson sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
Eirný Vals bæjarstjóri situr fundinn.

1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar og þriggja ára áætlunar.
Bæjarstjóri fer yfir áherslur varðandi vinnu við fjárhagsáætlun. Nefndin stefnir að
að leggja fram hugmyndir sínar varðandi fjárhagsáætlun ársins 2012 og þriggja
ára áætlun 2013-2015 á næsta fundi.
2. Skipulagning kynningarfundar fyrir atvinnunýsköpun í Vogunum, forvinna
fyrir ANH helgi sem haldin verður 30. sept í Ásbrú.
Kynningarfundur fyrir Atvinnu og nýsköpunarhelgi sem haldin verður að Ásbrú
laugardaginn 30. september, sem er viðburður sem snýst um að virkja fólk til
athafna, verður haldinn í sal sveitarfélagsins í Álfagerði miðvikudaginn 21
september kl 20:00.
Atvinnumálanefnd hvetur bæjarbúa til að kynna sér málefnið til dæmis á
vefsíðunni anh.is og fjölmenna á kynningarfundinn.
2. Duglegheit.
Nefndin leggur til að haldnir verði amk 2 vinnudagar á ári þar sem bæjarbúar
verði hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum við tiltekt og fegrun
sveitarfélagsins. Nefndin mun leggja fram ítarlegri hugmyndir um framkvæmd
þessa eigi síðar en á desemberfundi.
3. Flekkuvík.
Nefndin fór yfir hugmyndir varðandi Flekkuvík, og mun fara yfir póstlista þegar
bæklingurinn er tilbúinn.
4. Staðardagskrá.
Lagt fram til kynningar, formaður hvetur nefndarmenn til að skoða dagskránna
ýtarlega.
5. Skipulag starfa og verkefna atvinnumálanefndar fram að áramótum.
Sjá bókun við lið 1.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 20:13

Getum við bætt efni síðunnar?