Atvinnumálanefnd

7. fundur 03. janúar 2012 kl. 18:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 3. janúar,
2012 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir, Bergur
Guðbjörnsson og Bergur Brynjar Álfþórsson sem ritar fundargerð í tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
.

1. Grænt Hagkerfi, framkvæmd og skipulag, tenging við fyrirætlaða
starfsemi í fiskeldi.
Formanni falið að afla nánari upplýsinga um stöðu framkvæmda og
fyrirætlanir á svæðinu fyrir næsta fund.

2. Norðurljósaströndin , kynning á hugmyndum og framkvæmd.
Atvinnumálanefnd leggur til að bæjarstjóra verði falið að ræða við
framkvæmdaraðila..
3. Kynningarbæklingar vegna a) atvinnustefnu, hver er staðan á honum
og næstu skref. b) kynning á sveitarfélaginu og hvað er til boða fyrir
túrisma möguleg samvinna um gerð hans við fyrirtæki og áhugaaðila.

3a.Formanni falið að óska eftir stöðu á útgáfu bæklingsins hjá
Bæjarstjóra..
.3b.Til kynningar á liststarfsemi þeirri sem fram fer í sveitarfélaginu
leggur atvinnumálanefnd til að sameign að Iðndal 2 verði gerð
aðgengileg listamönnum sem koma vilja verkum sínum á framfæri og
óskað verði heimildar hjá húsfélagi Iðndals 2 fyrir því að slíkt megi
verða.

4. Heimasíða sveitarfélagsins, breytingar og uppfærsla
Atvinnumálanefnd hvetur til að upplýsingar um skráð fyrirtæki í
sveitarfélaginu verði uppfærðar og fyrirtækjum gefinn kostur á að
koma að frekari upplýsingum um starfsemi sína á framfæri.

Liðir 2 til 4 eru án gagna.

Getum við bætt efni síðunnar?