Atvinnumálanefnd

8. fundur 06. mars 2012 kl. 18:00 - 19:40 Iðndal 2

Fundur haldinn í atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 6. mars,
2012 kl. 18:00 að Iðndal 2.
Mætt eru: Jón Elíasson, Jóngeir H. Hlinason, Oddur Ragnar Þórðarson, Björg Leifsdóttir,
og Bergur Brynjar Álfþórsson. Einnig Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri, sem ritar fundargerð í
tölvu.
Jón Elíasson formaður nefndarinnar stýrir fundi.
.
1. Kræklingarækt.
Fulltrúi Hofholts ehf., Þórður Kr. Guðmundsson mætti á fundinn og kynnti stöðu
verkefnisins. Ræktunin hefur gengið vel og svæðið komið vel út. Hefur fengið
viðurkenningu sem A-svæði, þ.e. alheilbrigt svæði. Sótt hefur verið um stækkun
svæðisins til Matvælastofnunar og er málið í vinnslu. Annað eldisfyrirtæki hefur
einnig sótt um athafnasvæði fyrir sams konar ræktun. Starfsemi Hofholts telst enn
vera á tilraunastigi, en eigi að síður er framleiðslugeta orðin talsverð. Í bígerð er
að hefja starfrækslu s.k. „lífhótels“. Með starfrækslu slíks hótels er unnt að selja
afurðirnar á markað sem ferskari vöru en ella. Áhugi er á að reisa hótelið við
höfnina í Vogum og jafnframt að borað verði eftir hreinum sjó á staðnum til
notkunar á hótelinu.

2. Mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins
Stefnumótun sveitarfélagsins í atvinnumálum var samþykkt á 60. fundi
bæjarstjórnar þann 24. febrúar 2011. Fyrir liggur að gefa stefnuna út, kynna fyrir
bæjarbúum og koma í framkvæmd í samræmi við fjárhagsáætlun. Fyrir liggur
uppkast að texta í bækling. Atvinnumálanefnd ákveður að fela bæjarstjóra að
halda áfram undirbúningi að útgáfu bæklingsins.

3. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja – Heklan: Átak í ferðaþjónustu
Lögð fram fundargerð hugarflugsfundar hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á
Suðurnesjum, sem haldin var á vettvangi Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja,
Heklunnar. Einnig sagt frá jarðvangsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum
(Geopark) sem öll sveitarfélögin á svæðinu eiga aðild að.

4. Gerð kynningarbæklings um atvinnu- og þjónustustarfsemi í sveitarfélaginu.
Atvinnumálanefnd felur bæjarstjóra að kalla saman hagsmunaaðila í
þjónustustarfsemi og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til óformlegs fundar þar sem
ræddur verði sá möguleiki að aðilar á þessum vettvangi hafi frumkvæði að því að
gefa út kynningarbækling.
5. Fjölskyldudagurinn 2012 – þátttaka matvælaframleiðenda sveitarfélagsins.
Atvinnumálanefnd gerir það að tillögu sinni að matvælaframleiðendur í
sveitarfélaginu verði hvattir til að taka þátt og kynna framleiðslu sína á
fjölskylduhátíð sveitarfélagsins í ágúst n.k. Bæjarstjóra falið að hafa samband við
þessa aðila og fylgja eftir málinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:40

Getum við bætt efni síðunnar?