Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

19. fundur 20. mars 2013 kl. 15:00 - 15:15 Á bæjarskrifstofu

 

 

 

19.fundur

Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 20. mars 2013 og hófst hann kl. 15:00

 

 

Fundinn sátu:

Anna Sigurðardóttir.

 

Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson, Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1302046 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Tjarnargata 4, Vogum

 

Jóhann Björn Jóhannsson sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám til 12 mánaða á lóðinni Tjarnargata 4 til smíðaaðstöðu og geymslu meðan uppgerð á húsinu fer fram, skv. umsókn dags. 05.03.2013 og afstöðuuppdrætti.

Fyrir liggur umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar frá 19.03.2013 þar sem ekki er gerð athugasemd við að veitt sé stöðuleyfi í samræmi við umsókn.

Afgreiðsla: Stöðuleyfi veitt í 12 mánuði eða til 18. mars 2014, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

 

2.

1303016 - Umsókn um byggingarleyfi girðingar Tjarnargata 4 (Garðhús)

 

Jóhann Björn Jóhannsson sækir um byggingarleyfi fyrir girðingu á lóðarmörkum Tjarnargötu 4, skv. umsókn dags. 05.03.2013. Girðing er 1,8 m á hæð, úr timbri með niðursteyptum staurum og er á tvær hliðar, norður og vestur, sem snúa niður að sparkvelli og niður með húsinu í átt að skóla.

Fyrir liggur samþykki nágranna að Vogagerði 12.

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?