Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

15. fundur 23. maí 2012 kl. 15:00 - 15:05 Iðndal 2

Fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa

Sveitarfélagsins Voga

 

 

15. fundur

 

Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga, haldinn miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 15:00 að Iðndal 2.

 

Fundin sitja: Anna Sigurðardóttir og Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi sem ritar fundargerð í tölvu.

 

 

Byggingarleyfi

 

  1. Hvassahraun 26, Íris K. Bragadóttir og Hannes Ívarsson sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús skv. umsókn dags 25.04.2012 og aðaluppdráttum Teiknistofunnar Kvarða dags. 09.05.2012. Með umsókn fylgir skrifleg ósk umsækjenda um að fylgja ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998 m.s.br. sérstaklega er varða ákvæði gr. 13.3.2 og 6.11.1 nýrrar reglugerðar.

 

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt og að fylgt sé ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998 m.s.br. sérstaklega er varða ákvæði gr. 13.3.2 og 6.11.1 nýrrar reglugerðar, samræmist aðal- og deiliskipulagi og mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

  1. Hvassahraun 26, Íris K. Bragadóttir sækir um stöðuleyfi fyrir gám til 1. október 2012 vegna byggingarframkvæmdar skv. umsókn dags 23.05.2012.

 

Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til 1. október 2012, samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

 

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:05

Getum við bætt efni síðunnar?