Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

52. fundur 12. júlí 2019 kl. 09:45 - 10:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Jóna Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Lyngholt 8. Umsókn um byggingarleyfi

1902053

Tómas Behrend sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. umsókn dags. 29.01.2019 og aðaluppdráttum F35 ehf / Brynjars Einarssonar, dags. 05.02.2019. Frestað mál frá 50. fundi, uppdrættir hafa verið uppfærðir.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Vogagerði 20. Umsókn um byggingarleyfi

1906002

Bjössi ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum sem felast í að byggt verður valmaþak, gerðar breytingar á gluggum og útveggir klæddir, skv. umsókn dags. 07.06.2019 og aðaluppdráttum VÍH Verkfræðistofu ehf. dags. 03.07.2019.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðalskipulagi og grenndarkynningu, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.

3.Hvassahraun 7. Umsókn um byggingarleyfi

1905036

Bílakjallarinn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, skv. umsókn mótt. 28.05.2019 og aðaluppdráttum Þorsteins Haraldssonar dags. 27.06.2019.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

4.Brekkugata 6 - Umsókn um byggingarleyfi

1906001

Elzbieta Kowal og Jacek Kowal, sækja um byggingarleyfi vegna byggingar anddyris og breytinga á útitröppum, skv. umsókn um byggingarleyfi dags. 29.05.2019 og aðaluppdráttum Batterísins Arkitekta dags. 15.04.2019.
Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni síðunnar?