Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

51. fundur 24. maí 2019 kl. 13:15 - 13:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Jóna Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðndalur 4. Umsókn um byggingarleyfi

1810077

Breyttir aðaluppdrættir Tækniþjónustu SÁ ehf., breytingardags. 26.02.2019. Breytt er staðsetningu útveggja að hluta til á vesturhlið og norðurgafli.
Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

2.Lyngholt 2. Umsókn um byggingarleyfi

1806021

Breyttir aðaluppdrættir Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 27.03.2019. Breytt er brunaskilum milli bílgeymslu og geymslu með eldvarnarhurð.
Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

3.Breiðuholt 6. Umsókn um byggingarleyfi.

1811003

Breyttir aðaluppdrættir Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 18.02.2019, breytingardags. 20.02.2019. Breytt er staðsetningu húss á byggingarreit, gluggar færðir í bílgeymslu, innra skipulagi baðs og snyrtingar, þaki við húsgafla.
Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

4.Auðnir 1. Umsókn um stöðuleyfi gáms.

1904045

Ólafur Óskar Einarsson sækir um stöðuleyfi, skv. umsókn dags. 30.04.2019, fyrir gám ætluðum sem vinnuskúr.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er synjað, samræmist ekki landnotkun svæðisins skv. aðalkipulagi, engar framkvæmdir hafa verið samþykktar á lóðinni sem stöðuleyfi getur grundvallast á.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni síðunnar?