Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

47. fundur 04. desember 2018 kl. 14:15 - 14:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Jóna Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðndalur 4. Umsókn um byggingarleyfi

1810077

Sveitarfélagið Vogar sækir um byggingarleyfi fyrir þjónustumiðstöð fyrir starfsemi áhaldahúss sveitarfélagsins, skv. umsókn dags. 24.10.2018 og aðaluppdráttum Tækniþjónustu SÁ ehf. dags. 19.10.2018.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.

2.Hafnargata 23. Umsókn um byggingarleyfi

1811011

Við sjóinn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir sex smáhýsum fyrir gistiaðstöðu, skv. umsókn mótt. 07.11.2018 og aðaluppdráttum Kristjáns G. Leifssonar. dags. 02.11.2018.
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Breiðuholt 6. Umsókn um byggingarleyfi.

1811003

Guðmundur Frans Jónasson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi skv. umsókn dags. 30.10.2018 og aðaluppdráttum Kristins Ragnarssonar arkitekts ehf. dags. 19.11.2018.
Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

4.Hafnargata 4. Umsókn um byggingarleyfi.

1810073

Iðndalur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingu á notkun hússins úr iðnaðarhúsnæði (fiskvinnslu) í vinnustofur, samtals 9 einingar ásamt útlistbeytingum, fjölgun glugga í samræmi við breytta notkun, skv. umsókn dags. 10.10.2018 og aðaluppdráttum Ársæls Vignissonar arkitekts. dags. 25.08.2018.
Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

5.Keilisholt 1-3. Umsókn um byggingarleyfi.

1805022

Bak-Höfn ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur fjölbýlishúsum skv. umsókn dags. 14.05.2018 og aðaluppdráttum Sveins Ívarssonar. dags. 10.05.2018.
Afgreiðsla: Frestað, vísað til athugasemda byggingarfulltrúa við aðaluppdrætti.

6.Hafnarsvæði - Deiliskipulagsbreyting

1810031

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi, Hafnarsvæðis, uppdráttur dags. 25.09.2018. Í breytingunni felst að byggingarreitir á lóðum nr. 3, 5 og 7 við Jónsvör stækka úr 600 m2 í 660 m2. Byggingarreitirnir breikka um 2 m til norðurs og verða eftir breytingu 8 m frá lóðarmörkum til norðurs. Bindandi lína byggingarreita meðfram götu er óbreytt. Nýtingarhlutfall lóðanna er óbreytt.
Afgreiðsla: Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við tillöguna. Málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Umsókn um stöðuleyfi

1811006

Jón og Margeir ehf. sækir um stöðuleyfi, skv. umsókn mótt. 06.11.2018, fyrir tveimur gámum lóðinni Skyggnisholti 16 fyrir starfsmannaaðstöðu vegna jarðvinnu sem fyrirtækið er að vinna í bænum.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt til 31.03.2019.

8.Umsókn um stöðuleyfi

1811010

Inga Rut Hlöðversdóttir sækir um stöðuleyfi, skv. umsókn dags. 06.11.2018, fyrir 20 m² húsi á meðan á endurgerð þess stendur á lóðinni Fagradal 9.
Afgreiðsla: Frestað, vantar frekari gögn.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni síðunnar?