Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

102. fundur 24. nóvember 2025 kl. 11:00 - 11:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson Skipulagsfultrúi
  • Pálmar Halldórsson Byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi Staðarborg 17

2511026

Jóhann Einar Jónsson hönnuður sækir um byggingrleyfi fyrir hönd Grænubyggðar ehf með umsókn dags. 20.11 2025



Um er að ræða raðhús á einni hæð með 6 íbúðum. Sökkull er steyptur en burðarvirki er byggt úr forsmíðuðum timbureiningum, einangrað og málmklætt að utan. Þak er léttbyggt úr timbri og málmklætt. Húsið er einlyft með risþaki og án bílgeymslna.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar búið er að skila inn tilskyldum hönnunargögnum, tryggingum og byggingarleyfisgjöld greidd. Hefjist framkvæmdir ekki innan tveggja ára frá samþykki byggingaráforma fellur leyfið úr gildi.

2.Efri Brunnastaðir Brunnastaðir Skjaldarkot - Merkjalýsing

2511031

Óskað er eftir staðfestingu á merkjalýsingum Efri Brunnastaði, Brunnastaði I og II og Skjaldarkot.
Merkjalýsingar staðfestar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni síðunnar?