Kristján Georg Leifsson hönnuður sælir um byggingarheimild fyrir hönd Hörgull ehf með umsókn dags. 28.10 2024 til að byggja 39 m2 geymslu.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar búið er að skila inn tilskyldum hönnunargögnum, tryggingum og byggingarleyfisgjöld greidd.
2.Umsókn um stöðuleyfi
2506044
Atli Geir Júlíusson sækir um stöðuleyfi fyrir hönd Sveitafélagið Vogar með umsókn dags. 26.06 2025. Um er að ræða 10 Gámahús alls 184 m2 sem ætlaðir eru til kennslu meðan viðbygging við grunnskólann stendur yfir á vegum sveitaféagsins.
Stöðuleyfi veitt til eins árs.
3.Óskað er eftir gusuaðstöðu við Hafnargötu 10
2505014
Thelma Rún Rúnarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrfir því að setja niður gám við Hafnargötu 10. Í gámnum verður starfrækt Gusa sem býður upp á skipulagða tíma undir handleiðslu Gusumeistara. Eigendur lóðar Hafnargötu 10, Ganta ehf hafa veitt samþykki sitt fyrir staðsetningu. Gott aðgengi er að sjó og bílastæðum.
Stöðuleyfi veitt til eins árs í senn enda liggi fyrir undirritað samkomulag frá lóðarhafa.
4.Umsókn um byggingarleyfi Heiðarholt 1
2508039
Emil Þór Guðmundsson hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Vanir menn hf, með umsókn dags. 19.08 2025. Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús á einni hæð einn matshluti en 19 séreignir. Birt stærð hússins er 1980,7 m2.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar búið er að skila inn tilskyldum hönnunargögnum ásamt brunahönnun fyrir húsið og tryggingar og byggingarleyfisgjöld greidd.