Kristinn Ragnarsson hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir hönd A1verk ehf, með umsókn dags. 18.02 2025. Sótt er um leyfi til að byggja fimm íbúða raðhús úr steinsteypu.
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar búið er að skila inn tilskyldum hönnunargögnum og tryggingum.
2.Byggingarheimild Ægisgata 38
2504015
Kristján Georg Leifsson hönnuður sækir um byggingarheimild fyrir hönd Brák gisting ehf, með umsókn dags. 10.04 2025. Sótt er um breytingar á innra skipulagi og útliti.
Afgreiðsla fundar: Um er að ræða breytingu á innra skipulagi og útliti húss, gluggaskipan og bílskúrshurð fjarlægð, eigandi skal leita samþykki meðeiganda hússins vegna útlitsbreytinga. þegar það liggur fyrir mun byggingarfulltrúi veita leyfi vegna framkvæmda.
3.Byggingarleyfi Sjávarborg 12
2506010
Kristján Andrésson hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Berglindar Þórisdóttur með umsókn dags. 30.05 2025 til að reisa forsmíðað einbýlishús á steyptum sökklum,
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Byggingarleyfi verður gefið út þegar búið er að skila inn tilskyldum hönnunargögnum og tryggingum.
4.Umsókn um stöðuleyfi
2505026
Anton Traustason sækir um stöðuleyfi fyrir bát með umsókn 21.05 2025.
Afgreiðsla fundar: Stöðuleyfi samþykkt að því tilskyldu að skilað verði inn rissi af staðsetningu á bát og fjarlægja annað sem ekki er leyfi fyrir á lóðinni.
Stöðuleyfi verður gefið út til 12 mánaða þegar búið er að skila inn tilskyldum gögnum og greiða gjald vegna stöðuleyfis.