Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

83. fundur 11. maí 2023 kl. 10:30 - 10:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Byggingaráform og byggingarleyfi - Suðurgata 2

2302025

Fanney Överby óskar eftir leyfi til að hækka bílgeymslu um 0,7m þ.a. mænishæð sé í 4,3m
Samþykkt
Umsóknin samræmist aðalskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Suðurgata 6 - Viðbygging við bílskúr

2203081

Sótt erum 43 fermetra viðbyggingu við bílskúr við Suðurgötu 6 skv. meðfylgjandi teikningu. Bílskúr stendur á lóðarmörkum.
Samþykkt
Umsóknin samræmist aðalskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindið hefur verið grenndarkynnt skv. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Skila þarf fullnægjandi gögnum áður en framkvæmdir hefjast. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni síðunnar?