Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

82. fundur 25. apríl 2023 kl. 11:00 - 11:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Hanna Lísa Hafsteinsdóttir Verkefnastjóri á umhverfis og skipulagssviði
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 22

2303045

Óli Rúnar Eyjólfsson sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, Vogun vinnur ehf. skv. umsókn dags. 28.03.23. Um er að ræða einingarhús úr timbri á tveimur hæðum með fjórum íbúðum.
Samþykkt
Byggingaráformin eru samþykkt. Leitað var álits skipulagsnefndar þar sem geymslur fara út fyrir byggingarreit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því vikið frá breytingu á skipulagi. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi að öðru leiti, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 24

2303044

Óli Rúnar Eyjólfsson sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, Vogun vinnur ehf. skv. umsókn dags. 28.03.23. Um er að ræða einingarhús úr timbri á tveimur hæðum með fjórum íbúðum.
Samþykkt
Byggingaráformin eru samþykkt. Leitað var álits skipulagsnefndar þar sem geymslur fara út fyrir byggingarreit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því vikið frá breytingu á skipulagi. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi að öðru leiti, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

3.Umsókn um byggingarleyfi - Staðarborg 26

2303004

Óli Rúnar Eyjólfsson sækir um samþykkt byggingaráforma og byggingarleyfi fyrir eiganda, Vogun vinnur ehf. skv. umsókn dags. 01.03.23. Um er að ræða einingarhús úr timbri á tveimur hæðum með fjórum íbúðum.
Samþykkt
Byggingaráformin eru samþykkt. Leitað var álits skipulagsnefndar þar sem geymslur fara út fyrir byggingarreit. Það er mat skipulagsnefndar að um óverulegt frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og því vikið frá breytingu á skipulagi. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi að öðru leiti, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

4.Umsókn um stöðuleyfi - Brekkugata 10

2303010

Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám. Vegna vatnstjóns þarf að taka út innréttingar, innbú og aðra hluti á meðan á viðgerðum stendur og er þá nauðsynlegt að hafa gám til að hýsa hlutina á meðan. Óskað er eftir stöðuleyfi til 4 mánaða.
Samþykkt
Umsóknin er samþykkt enda samræmist hún reglum sveitarfélagsins um stöðuleyfi fyrir lausafjármuni um að ekki skuli almennt veita stöðuleyfi fyrir gámum lengur en 6 mánuði og að liggja þurfi fyrir að brýn nauðsyn fyrir viðveru gámsins vegna framkvæmda.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - lagning ljósleiðara

2304018

Ljósleiðarinn ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir hönd verktaka þeirra til þess að vera með vinnuskúr/aðstöðu fyrir starfsfólk og geymslu á efni og tækjum á meðan á framkvæmdum vegna lagningu ljósleiðara stendur.
Samþykkt
Stöðuleyfi samþykkt með fyrirvara um samþykki framkvæmdaleyfis skipulagsnefndar.

6.Hvassahraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104073

Óskað er eftir breyttri skráningu á geymslu í sumarhús skv. meðfylgjandi teikningum.
Samþykkt
Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

7.Fjarskiptamastur Hafnargötu 17 - Íslandsturnar

2304005

Sótt er um heimild til þess að festa fjarskiptaloftnet og tilheyrandi tæknibúnað á hús félagsmiðstöðvarinnar. Búnaðurinn er til að sinna farsímaþjónustu í nærumhverfinu. Tæknibúnaður mun tengjast húsrafmagni og ljósleiðaraneti.
Samþykkt
Samþykkt er að heimila fjarskiptabúnað á húsi félagsmiðstöðvarinnar.

8.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Heiðarholt 5,

2303027

Skipulagsnefnd vísaði málinu til byggingarfulltrúa: Fyrir liggur umsókn um bygggingaráform og byggingarleyfi. Sótt er um á ný fyrir stækkun á skrifstofurými, í þetta skipti innan byggingareits. Um er að ræða 4 20 feta skrifstofugáma. Jafnframt er sótt um byggingaleyfi fyrir 20 feta gám fyrir mótorræsir.
Samþykkt
Afgreiðsla byggingarfulltrúa: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni síðunnar?