Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

81. fundur 15. mars 2023 kl. 10:00 - 10:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
  • Hanna Lísa Hafsteinsdóttir
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hraunholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204042

Breyttir aðaluppdrættir, Þorgeir Jónsson arkitekt sendir inn breytingu á aðaluppdráttum. Aðaluppdrættir dagsetir 8.12.2021 og skýrsla brunahönnunar dagsett 15.02.2023 unnin af Brunahönnun slf. Breytingar varða brunahönnun hússins.
Samþykkt
Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

2.Hvassahraun 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104073

Hildur Valsdóttir sækir um breytta notkun á húsnæði. Óskar hún eftir að breyta geymslu í sumarhús.
Samþykkt
Breytingin er samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni síðunnar?