Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

72. fundur 09. maí 2022 kl. 14:30 - 14:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Svava Sigmundsdóttir
  • Davíð Viðarsson ritari
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Keilisholt 1-3. Umsókn um byggingarleyfi.

2104025

Bak-Höfn ehf. kt: 480403-2310 sækir um byggingarleyfi fyrir tveimur fjölbýlishúsum skv. umsókn dags. 14.05.2018 og aðaluppdráttum Sveins Ívarssonar. dags. 10.05.2018.
Samþykkt
Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

2.Niðurrif útihúsa á Bakka

2203067

Birna Jóhannesdóttir eigandi Bakka óskar eftir leyfi til niðurrifs útihúsa á Bakka. Um er að ræða sambyggð hús sem saman standa af fjósi, hlöðu, bílskúr, hjall og litlu gróðurhúsi. Ástæða fyrir þessari beiðni er sú að húsin eru illa á sig komin og því er fok og hrunhætta af þeim.
Samþykkt
Afgreiðsla: Niðurrif er samþykkt. Áskilið er að byggingarefni verði fjarlægt og komið á viðurkenndan móttökustað til förgunar eftir því sem við á.

3.Hraunholt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204042

Breyttir aðalppdrættir, Þorgeir Jónsson arkitekt sendir inn breytingu á aðaluppdráttum. Aðaluppdrættir dagsetir 8.12.2021 og skýrsla brunahönnunar dagsett 1.12.2021 unnin af Brunahönnun slf. Breytingar varða brunahönnun hússins.
Samþykkt
Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.

4.Umsókn um stöðuleyfi

2203056

Anna Álfheiður Hlöðversdóttir óskar eftir að staðsettur gámur að Leirdal 6 fái að standa til 1. október 2022 vegna gluggaframkvæmda sem fyrirhugað er í sumar. Gámurinn yrði notaður sem vinnuaðstaða á með á framkvæmdum stendur.
Samþykkt
Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt til 1. október 2022 á meðan framkvæmdum stendur.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni síðunnar?