Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

110. fundur 17. mars 2011 kl. 06:30 - 08:00 Iðndal 2

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 17. mars, 2011 kl. 06.30 að
Iðndal 2.
Mætt eru: Hörður Harðarson, Sveindís Skúladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Jóngeir
Hlinason auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.
Yfirlit yfir rekstur bæjarins í lok janúar lagt fram.
Skýrsla KPMG, stjórnsýsluskoðun lögð fram.
Drög að innkaupareglum lögð fram.
Bréf til deildarstjóra varðandi fjárheimildir lagðar fram.
2. Fundargerðir 17. og 18. verkfunda endurbóta fráveitu.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
Bæjarráð ítrekar að vanda skal til frágangs yfirborðs.
3. Innlausn hluta í HS-Orku.
Bæjarstjóra falið að ganga að tilboði HS-Orku í hlut sveitarfélagsins í fyrirtækinu.
Andvirði hlutanna fari inn á sérreikning í eigu sveitarfélagsins.
4. Fundargerðir stjórnar DS frá 12. janúar og 8. mars, 2011.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
5. Aðalfundur HS-Veitna hf. Fundarboð.
Fundarboðið er lagt fram.
Hörður Harðarson fer með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
6. Erindi Búmanna.
Bæjarstjóra falið að gera Búmönnum gagntilboð.
7. Fundargerðir 29. og 30. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
8. Fundargerð 29. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
9. Fundargerð 25. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Fundargerð 784. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
11. Samantekt frá fundi HSS dags. 4. mars, 2011.
Samantektin er lögð fram.

12. Fundargerðir 71. og 72. fundar þjónustuhóps aldraðra.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
13. Fundargerð 223. fundar HES.
Fundargerðin er lögð fram.
Bæjarráð fagnar tveimur nýjum starfsleyfum sem veitt voru til handa rekstraraðilum í
sveitarfélaginu.
14. Bréf dags. 4. mars, 2011. Styrkir til verkefna í þágu langveikra barna og barna með
ADHD-greiningu.
Bréfið er lagt fram.
Stóru-Vogaskóli fær styrk til verkefnisins kennsla barna með ADHD.
15. Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Vegagerðina,
386. mál, dags. 3. mars, 2011.
Umsögnin er lögð fram.
16. Boðsbréf á skátaþing 2011.
Bréfið er lagt fram.
Bæjarstjóri mun vera við setningu Skátaþings 2011.
17. Bréf umboðsmanns barna, dags. 2. mars, 2011. Niðurskurður bitnar á börnum.
Bréfið er lagt fram.
Hér eftir sem hingað til munu hagsmunir barna og ungmenna vera í fyrirrúmi hjá
sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu eru heilsuleikskóli, myndarlega er búið að íþrótta- og
félagsaðstöðu og gjaldfrjálsar máltíðir eru í grunnskóla.
18. Ársskýrsla og yfirlit yfir tölfræði Brunavarna Suðurnesja fyrir árið 2010.
Ársskýrslan og yfirlitið er lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.00

Getum við bætt efni síðunnar?