Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 19. febrúar 2020 kl. 17:30 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun Voga

1709026

Almenn umræða um umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins, sem tók gildi 2018 og skal í endurskoðun 2023. Gott væri því að fara yfir þá liði sem nefndir eru til úrbóta.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin leggur til að haldið verði áfram með vinnu við úrbætur samanber skýrslu.
Nefndin vísar málinu áfram til skipulagsnefndar til frekari vinnslu.

2.Framkvæmdir 2019

1902059

Í viðhengi er minnisblað varðandi stöðu mála sem varða fráveituna.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Vignir fór yfir stöðu mála og upplýsti nefndindarmenn um framgang fráveituverksins.

3.Refa og minkaveiðar 2019.

1909051

Meðfylgjandi er skýrsla vegna minkaveiða árið 2019.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ræðir meindýravarnir í sveitarfélaginu og leggur til að gert verði átak í meindýraeiðingu. Vigni falið að skoða málið og gera ráðstafanir.

4.Íbúafundur um umhverfismál.

2001020

Minnisblað frá 5. fundi umhverfisnefndar er í viðhengi.

Farið verður yfir stöðu mála vegna undirbúnings íbúafundar 4. mars.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhvefisnefndar: Formaður er að vinna í skipulagningu og gengur vel. Álfagerði er bókað 4.mars. Forsvarsmenn Kölku og Terra hafa staðfest þátttöku og verið er að vinna í að fá aðra gesti. Auglýsing send út í næstu viku.

5.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

1806008

Mál sent til kynningar og óskað er eftir umsögnum, ef einhverjar mættu vera.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Nefndin ræðir málið og telur til atriði sem mætti bæta við það sem listað er upp í lið 3.2. Nánari útlistun á hvað felst í vistvænu samfélagi og á listann má einnig bæta ágengum plöntutegundum og meindýraeiðingu. Nefndin áætlar að taka málið fyrir aftur síðar þegar vinnan er lengra komin.

6.Merking fornminja- og útisvistasvæða

2002029

Formaður óskar eftir því að ræða þetta mál almennt í nefndinni.
Lagt fram
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar að upplýsingaskiltum þarf að viðhalda og uppfæra eldri skilti í sama formi og Geopark skiltin sem eru í sveitarfélaginu. Gera þarf fornleifaskrá sveitarfélagsins aðgengilega á vef sveitarfélagsins ásamt upplýsinga skiltum sem eru nú þegar í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?