Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 05. febrúar 2003 kl. 17:30 - 19:10 Iðndal 2

2. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30

miðvikudaginn 5. febrúar 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Guðrún Andrea

Einarsdóttir, Olga Sif Guðgeirsdóttir og Helga Ragnarsdóttir, sem jafnframt ritar

fundargerð.

Þetta var fyrsti fundur eftir að fjölgað var í nefndinni.

Dagskrá

1. Erindisbréf nefndarinnar, kynning og umræða

Ákveðið var að Helga Ragnarsdóttir verði fundarritari en það haldist óbreytt að

Margrét Ingimarsdóttir verði varaformaður.

2. Starfshættir nefndarinnar, fundarstaður og fundartími

Fundartími var ákveðinn að jafnaði síðasta miðvikudag hvers mánaða að Iðndal

2 klukkan 17:30. Tveir fundir verða þó haldnir í febrúar.

3 Starfsáætlun nefndarinnar og verkefni, fyrsta umræða

Farið var yfir fyrstu tillögu að hlutverkum nefndarinnar og verkefni tengd þeim.

Óskað var eftir að fulltrúar fái eintak af lögum sem starfað er eftir.

Rætt var um árlegt hreinsunarátak, snyrtilegan frágang lóða og opinna svæða og

almenna þátttöku íbúa í að halda umhverfinu snyrtilegu jafnt utan, lóðar og

innan.

Svæði á náttúrumynjaskrá í sveitarfélaginu kynnt.

Rætt var um röð kvöldgönguferða um markverða staði í sveitarfélaginu sem

upphaf að korti/leiðarvísi.

Önnur mál

Margrét bar fram fyrirspurn varðandi fjárveitingar til þeirra mála sem nefndin

fjallar um.

Fleira ekki gert, og fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?