Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 26. febrúar 2003 kl. 17:30 - 19:15 Iðndal 2

3. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30

miðvikudaginn 26. febrúar 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Guðrún Andrea Einarsdóttir,

Olga Sif Guðgeirsdóttir og Helga Ragnarsdóttir, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

 

1. Afhending gagna

Lög sem tengjast starfi nefndarinnar lögð fram. Lög um náttúruvernd, landgræðslu og

Umhverfisstofnun ásamt sveitarstjórnarlögum og annar fróðleikur til nefndarmanna, ma. Um

Staðardagskrá 21.

2. Hlutverk nefndarinnar – önnur umræða

Þorvaldur gerði grein fyrir hugmyndum að vinnu við skólagarða. Meðal annars að einn

bekkur fengi úthlutað svæði hvert ár en að einnig væri svæði fyrir áhugasama ræktendur.

Spurning hvort garðarnir séu tvinnaðir við vinnuskólann, m.a. undirbúning og umsjón.

Miklar umræður spunnust um skipulagningu og vinnulag. Hvernig verður skólanum,

leikjanámskeiðum og öðru tvinnað saman við vinnu í skólagörðum?

Staðsetning á svæðinu er ekki ákveðin. Nefndin telur svæði norðan Vogaafleggjara, við

gatnamótin inn Ströndina ákjósanlegt.

Ákveðið var að nefndarmenn öfluðu sér heimilda skólagarða úr öðrum sveitarfélögum, skipt

var með sér verkum.

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs kemur að vinnuaflsfrekum verkum við uppgræðslu.

.

Önnur mál

Nokkrar umræður spunnust um náttúrumynjar í Vatnsleysustrandarhreppi. Ákveðið var að

senda inn pistil um þessar náttúrumynjar í fréttabréf hreppsins.

Kynnt voru áform um veg að borholu í Sogi ofan Höskuldarvalla.

Margrét talaði um veg við Kálfatjörn og áletraðan stein í vegstæðinu

Rætt var um neysluvatn til íbúanna og ástand þess.

Hundaskítur vandamál á götum og gangstéttum sveitarfélagsins. Hvernig er eftirliti háttað

með lausagöngu og umhirðu eigenda hunda?

 

Fleira ekki gert, og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?