Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 26. mars 2003 kl. 17:30 - 19:30 Iðndal 2

4. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30

miðvikudaginn 26. mars 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Guðrún Andrea Einarsdóttir,

Olga Sif Guðgeirsdóttir og Helga Ragnarsdóttir, sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

 

1. Starfsáætlun nefndarinnar og verkefni, framhaldsumræða.

Tillaga að endanlegri áætlun lögð fram og rædd. Endanlegri afgreiðslu frestað til

næsta fundar.

2. Hreinsunarátak í vor

Ákveðið var að hafa árlegt hreinsunarátak 24. – 25. maí.

Hugmyndir að framkvæmd:

Hver hreinsi sinn garð, sópi fyrir utan sína lóð, við gangstétt, grill um kvöldið í

götunni, gámarnir verði til staðar, fólk tíni rusl í næsta nágrenni sínu, hafa samband

við Heilbrigðiseftirlitið í sambandi við förgun á stærri hlutum, samstarf nágranna í

hverri götu um losun á rusli, séð verði til þess að rusli verði safnað og keyrt burt af

ströndinni.

3. Skólagarðar

Guðrún, Margrét og Þorvaldur gerðu grein fyrir könnunum sem þau gerðu í öðrum

sveitarfélögunum. Unnið verður úr hugmyndunum.

Þorvaldur gerði grein fyrir nokkrum stöðum sem væru ákjósanlegir. Hann hafði

meðal annars rætt við Guðnýju Snæland um svæðið norðan Vogaafleggjara.

Nefndin óskar eftir svari um það hversu há peningaupphæð fáist til þess að setja af

stað vinnu við skólagarða og hugsanlega kofabyggð. Tillaga að starfrækslu

skólagarða og smíðavalla í Vatnsleysustrandarhreppi lögð fram.

4. Skoðunarferðir um hreppslandið í vor, bæði almennar skoðunarferðir og

hugsanlega sér ferðir nefndarinnar.

Þorvaldur og Halla Jóna Guðmundsdóttir eru byrjuð að velja staði sem áhugavert væri

að skoða. Útbúin verður dagskrá fyrir vorið og sumarið. Ákveðið hefur verið að

fyrsta gangan verður miðvikudaginn 23. apríl og svo vikulega eftir það fram í júlí.

Dagskráin verður kinnt í fréttabréfi hreppsins.

Önnur mál

Helga leggur fram grein um náttúruminjar í Vatnsleysustrandarhreppi. Samþykkt að

greinin verði birt í næsta fréttablaði.

 

Fleira ekki gert, og fundi slitið kl. 19:30

Getum við bætt efni síðunnar?