Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 28. maí 2003 kl. 17:30 - 19:20 Iðndal 2

6. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn

28. maí 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir og Kristín Hreiðarsdóttir, sem

jafnframt ritar fundargerð og Kristján Baldursson umhverfis- og byggingafulltrúi.

 

Dagskrá

 

1. Vorhreinsunardagurinn.

Gekk mjög vel

Athugasemdir með auglýsingu á ströndina, Kristján sér um það.

Næstu skref í snyrtimennsku-eilífðarverkefni. Íta við fyrirtækjum í sambandi við

snyrtimennsku. Mikið rusl í kringum strandaveginn, ath með að send unglinaflokk í það,

Kristján ætlar að athuga það.

Ruslakassar sem hanga á ljósastaurum eru víða skemmdir og þarfnast viðgerðar, Kristján

sér um það. Ljúka þarf betur við gróðurbeð í kringum gunnskólann og loka beðum þar sem

gengið er inn á skólalóðina.

2. Garðaskoðun og veiting verðlauna

Nefndin kemur til með að skoða garða á ákveðnum tíma, líklegast í lok júlí og ef

garðaeigendur hafa eitthvað við það að athuga að garðar þeirra séu skoðaðir, hafi þá

samband við nefndina eða skrifstofu hreppsins. Þetta verður tilkynnt í fréttabréfinu. Ræða

við Jóhönnu hvort mætti tengja verðlaunaafhendingu við fjöldkyldudaginn. Nefndin muni

leita eftir samþykki tilnefndra garðaeigenda að þeir sýni almenningi garðana sína einhvern

ákveðinn dag og það verði auglýst.

3. Önnur mál

a) Skólagarðarnir

Eru tilbúnir, vatnið kemur á morgun. Tómstundarfulltrúi verður með skólagarðana

sem hluta af tómstundartilboði.

b) Land-nám, sumarskóli í uppgræðslu

Er í höndum Kristjáns. Rannveig Eyþórsdóttir hefur verið ráðin flokksstjóri.

Kristján og Rannveig voru á námskeiði í sambandi við það.

c) Gönguferðirnar

Aðeins ein ferð eftir

d) Lagning göngustíga

Kristján sýndi kort frá 1998 með tillögum að göngustígum um þorpið og umhverfis

það. Nefndin leggur til að fjölfarnar leiðir innan þorpsins njóti forgangs, einkum í

námunda við skólana.

e) Gámarnir

Æskilegt er að gámarnir séu hálfsmánaðarlega yfir sumartímann

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 19:20

Getum við bætt efni síðunnar?