Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 15. júlí 2003 kl. 17:00 - 23:00 Iðndal 2

8. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.00 þriðjudaginn 15.

júlí 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru : Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir,

Guðrún Andrea Einarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð, einnig sat

umhverfis- og byggingarfulltrúi, Kristján Baldursson fundinn.

Dagskrá

1. mál Tillögur til umhverfisverðlauna hreppsins 2003.

 

Farið var í garða- og umhverfisskoðunarferð þar sem heilmargar fallegar

húseignir og garðar ásamt snyrtilegu umhverfi gladdi augað.

Umhverfisnefnd leggur til að Svandís Magnúsdóttir og Lárus K. Lárusson

hljóti fyrstu verðlaun fyrir garð sinn við Kirkjugerði 11. Garðurinn er

einstaklega fallegur og gróðursæll þar sem trjágróður, skrautblóm,

matjurtir og heimaræktaðar plöntur njóta sín í góðu skjóli. Garðurinn er

fagurlega uppbyggður af margvíslegum efniviði.

Nefndin leggur til að eigendur húseignanna Austurkots og Ninnuhúss, Ása

Árnadóttir og Guðlaugur Atlason, hljóti verðlaun fyrir viðhald og

endurbætur á þessum gömlu húsum. Húsin sjálf og umhverfi þeirra eru til

fyrirmyndar.

Nefndin leggur til að Guðrún Lovísa Magnúsdóttir hljóti verðlaun fyrir

snyrtilegan og fallegan garð og umhyggju fyrir umhverfinu í hvívetna.

Umhverfisnefnd leggur til að eigendur raðhúsanna Brekkugata 9 til 21

hljóti viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi og fallegan heildarsvip.

2. mál Auglýsing um að almenningi gefist kostur á að skoða tiltekna garða.

Nefndin leggur til að umhverfisstjóra verði falið að biðja nokkra

garðeigendur um að hafa garða sína opna fyrir almenningi tiltekinn

auglýstan tíma.

 

4. mál Önnur mál

 

Allt er samkvæmt áætlun í Land-náminu. Búið er að gróðursetja 2320 plöntur sem

hafa tekið vel við sér.

Guðrún vék af fundi klukkan 22:30.

Kristján vék af fundi klukkan 21:00.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?