Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 26. nóvember 2003 kl. 17:30 - 19:00 Iðndal 2

10. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn 26.

nóvember 2003 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún Andrea

Einarsdóttir og Kristín Hreiðarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Dagskrá

 

1. mál Breytingar á fyrirkomulagi sorphirðu fyrirtækja á Suðurnesjum.

Aron Jóhannsson umhverfisfulltrúi SSS kynnti fyrir okkur sorphirðu fyrirtækja og

heimila, sjá meðfylgjandi blað.

Þessar breytinar taka gildi 1. janúar 2004.

Lokað svæði verður fyrir gáma, opið á vissum tímum með starfsmanni.

2. Önnur mál

Hvað á að gera við ónýttar lóðir frá hreppnum sem að nýtast ekki til bygginga.

Hugmynd um að láta skólakrakkana/félagsmiðstöðina skipuleggja bletti sem hreppurinn á

og jafnvel úthluta einstaklingum eða hópum til umhirðu.

Umræður um fyrirspurn í sambandi við sjóvarnargarða. Nefndin óskar eftir frekari

upplýsingum.

Malarnámur við Arnarseturshraun vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Óttumst að

malarnámurnar komi of nálægt Snorrastaðatjörnunum og svæðinu sem er á

náttúruminjaskrá.

Nefndin hefur fengið kvörtun vegna þess að jólatréð er ekki lengur á Kirkjuholti.

Nefndin skilur að menn vilji halda í gamlar hefðir en telur hagkvæmara að hafa það við

íþróttamiðstöðina.

Nefndin leggur til að farið verði að salta eða sandabera Vatnsleysustrandarveginn

öryggisins vegna

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?