Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 28. janúar 2004 kl. 17:30 - 18:45 Iðndal 2

1. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.30 miðvikudaginn

28. janúar 2004 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Guðrún Andrea

Einarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð, fundinn sat einnig Kristján Baldursson

Umhverfisstjóri.

 

Dagskrá

 

1. mál Staða mála, m.a. hvernig þeim málum hefur miðað sem nefndin hefur bókað

um frá upphafi.

Staða mála rædd, hvað er mest aðkallandi? Hugmynd að forgangsröðun. Bíður frekari

úrvinnslu.

2. mál Tjarnir í hreppnum, sbr. skýrslu um Sandgerðistjarnir á slóðinni:

http://www.nr.is/3/2.html

Ákveðið að leita til Náttúrustofu Reykjaness, Sveins Kára Valdimarsson um ráðgjöf og

samvinnu í umhverfismálum.

3. mál Sorphirða og förgun – í framhaldi af síðasta fundi og kynningarfundi

Sorpeyðingarstöðvarinnar í Glaðheimum mánud. 26. janúar kl. 17:00

Nokkur umræða var um sorphirðumál og meðal annars undirskriftarlista vegna óánægju

með mikla hækkun á sorphirðugjaldi sem margir íbúar sveitarfélagsins hafa skrifað undir.

Vísað er til erindis Gámaþjónustunnar um að um misskilning sé að ræða varðandi útboð á

sorphirðu í sveitarfélaginu. Hafa ber í huga að sveitarfélögum er samkvæmt lögum

heimilt að niðurgreiða kostnað við sorphirðu en ekki sorpeyðingu.

4. Önnur mál

Hugmynd að setja útskot við veginn inn strönd fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar.

Erna Margrét vék af fundi kl. 18:15

 

Fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?