Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 14. júlí 2004 kl. 17:00 - 21:00 Iðndal 2

7. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn

miðvikudaginn 14. júlí 2004 að Iðndal 2 í Vogum kl. 17.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Kristín Hreiðarsdóttir,

Guðrún Andrea Einarsdóttir og Erna Margrét Gunnlaugsdóttir sem jafnframt ritar

fundargerð. Fundinn sat einnig Kristján Baldursson umhverfisstjóri.

1. mál Umhverfisverðlaun 2004.

Nefndin hittist í fundarherberginu, undirbjó skoðunarferð og fór um byggðina til að

skoða. Nefndin sá marga fallega garða og greinilegt að umhverfi hreppsins hefur

batnað til muna á síðustu árum.

Eftir skoðunarferðina báru nefndarmenn saman bækur sínar og komust að niðurstöðu

Hún leggur til að Helgi Davíðsson, til heimilis að Aragerði 7, fái

umhverfisviðurkenningu. Hann hefur haldið húsi sínu og garði í góðu standi til fjölda

ára ásamt því að stuðla að bættu umhverfi í hvívetna.

Einnig leggur hún til að Sveindís Pétursdóttir og Erlendur Guðmundsson, til heimilis

að Leirdal 8, fái viðurkenningu fyrir fullfrágengna og fallega lóð við nýlegt húsnæði.

Greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í þennan garð sem er í senn skrautlegur

og stílhreinn.

Að lokum leggur hún til að María Óskarsdóttir og Kristján Leifsson, til heimilis að

Heiðargerði 26, fái 1. verðlaun fyrir glæsilegan garð. Garðurinn er einstaklega

fallegur og gróðursæll og greinilegt að mikil natni er lögð í bæði garðinn og

húseignina. Þau fengu einnig verðlaun fyrir garðinn sinn árin 1996 og 1999 og þykir

nefndinni það afrek að halda garðinum í stöðugri framþróun.

 

2. mál Önnur mál

Víða er enn auglýst tjaldstæði í Vogum þrátt fyrir að ekki sé sú aðstaða fyrir hendi í

hreppnum. Nefndinni þykir mikilvægt að skilti sem auglýsa þessa aðstöðu við

Vogaafleggjara séu tekin niður, sem og að leiðréttingu sé komið á framfæri við þá

sem gefa út ferðabæklinga og halda úti vefsíðum fyrir ferðamenn.

 

Fundi slitið kl. 21.

Getum við bætt efni síðunnar?