Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 29. september 2004 kl. 17:30 - 19:10 Iðndal 2

8. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17:30

miðvikudaginn 29. september 2004 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir og

Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Dagskrá

1. Umhverfisverðlaun 2004 – hvernig tókst til

Nefndin telur að vel hafi tekist til við verðlaunaveitinguna og að það fari vel að tengja

hana fjölskyldudeginum.

2. Umhverfisáætlun – næstu skref

Samþykkt var að nefndin hefji vinnuna við umhverfisáætlun með því að skipta með sér

verkum og kanna stöðu málaflokka sem tíundaðir hafa verið.

Nefndin leggur til að núverandi umhverfisáætlun sveitarfélagsins sem lesa má á

www.vogar.is verði tekin út af heimasíðunni og að í staðinn standi “Unnið er að nýrri

umhverfisáætlun.”

3. Önnur mál

a. Verkefni vinnuskólans

Athugandi væri að kaupa frá fagfólki grunnvinnu varðandi umhirðu gróðurs. Má m.a.

nefna klippingu trjáa, forvinnu á beðum og eitrun gangstétta. Þetta er vinna sem ekki

er sett í hendur unglinga og er unnin á öðrum tíma ársins en vinnuskólinn starfar.

b. Ástand í fuglaverndarmálum

Nefndin er sammála um að ekki eigi að sýna umburðarlyndi gagnvart brotum á

fuglaverndarlögum.

Athuga þarf að kríuvarp getur flust til milli ára og þarf staðsetning skilta að taka mið

af því.

Sú hugmynd kom fram að sett verði inn á heimasíðuna að vori greinar úr

náttúruverndarlögum varðandi fugladráp og náttúruvernd.

c. Vistvernd í verki

Helga Ragnarsdóttir er orðin leiðbeinandi Landverndar í verkefninu og sótti námskeið

því tengt. Fyrsti fjölskylduhópurinn er kominn af stað og verður kynningarfundur

haldinn þegar hann lýkur störfum.

d. Ársfundur náttúrunefnda og Umhverfisstofnunnar og Staðardagskrár 21

Fundirnir sem verða haldnir 8. – 9. október í Hvalfirði voru kynntir. Þorvaldur mun

sitja þá frá Vatnsleysustrandarhreppi.

 

e. Myndkort af Reykjanesskaga

Kortið kynnt og blaðaskrif í Fréttablaðinu vegna útgáfu þess

rædd. Nefndin fagnar útgáfu korts af þessu tagi en telur nauðsynlegt að kortið verði

lagfært sem fyrst.

f. Beitarhólf Grindvíkinga

Málið var kynnt.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:10

Getum við bætt efni síðunnar?