Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 27. október 2004 kl. 17:30 - 19:15 Iðndal 2

9. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17:30

miðvikudginn 27. október 2004 að Iðndal 2 í Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir

og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð

 

Dagskrá

 

1. Umhverfisráðstefnur í Hvalfirði 8. – 9. október. Frásögn og umræða

Efni ráðstefnunnar Staðardagskrá 21 og fundar Umhverfisstofnunar með

náttúruverndarnefndum kynnt.

2. Umhverfisáætlun – staða og næstu skref

Farið var yfir drög að Umhverfisáætlun sveitarfélagsins og einstök efnisatriði

rædd.

3. Önnur mál

Rætt var um breytt fyrirkomulag við veitingu umhverfisverðlauna m.a. hvort

veita ætti viðurkenningar eftir ákveðnum málaflokkum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?