Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 10. desember 2004 kl. 17:00 - 19:25 Iðndal 2

11. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17:00

föstudaginn 10. desember 2004 að Iðndal 2 í Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna M. Gunnlaugsdóttir, Margrét

Ingimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð. Einnig

sátu fundinn Jóhanna Reynisdóttir, Kristján Baldursson og Gunnar Örn

héraðsdýralæknir.

 

Dagskrá

 

Miltisbrandur á Sjónarhóli

Gunnar fór yfir það hvernig málið hefur þróast frá því eigendur hrossanna tilkynna

um dauða þeirra.

Búið er að semja við verktaka um að girða svæðið af og verður hafist handa við það á

allra næstu dögum. Girðingin verður fjárheld þannig að grasbítar komist ekki inn á

svæðið. Landbúnaðarráðuneytið ber allan kostnað af girðingavinnu. Nefndarmenn

ítreka að svæðið verði einnig merkt þannig að umgengni verði takmörkuð og leiðbeint

verði um hættur.

Gunnar lagði til og nefndarmenn taka undir, að þeim sem haldi skepnur í

sveitarfélaginu verði gert ljóst að bannað er að flytja skepnur milli svæða í þrjár vikur

eða til áramóta samkvæmt reglum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar.

Lögð er áhersla á að fyrst og fremst er um hættu fyrir grasbíta að ræða. Afar ólíklegt

er að fólk smitist af umræddu landssvæði.

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs

Erindi frá GFF um áframhaldandi samstarf í sveitarfélaginu kynnt.

Tekið er jákvætt í erindið þó með þeim fyrirvara að ekki hefur verið skipulagt

framtíðarsvæði fyrir trjárækt í sveitarfélaginu. Því bæri að takmarka útbreiðslu

trjágróðurs en í staðin væri aukin áhersla á uppgræðslu á rofabörðum og

moldarflögum. Trjárækt með grunnskólanemendum er til staðar nú þegar og

lífrænum gróðri hefur verið dreift af nemendum vinnuskólans og virðist því í ágætis í

farvegi. Því er spurning með hvort þessir tveir liðið eru teknir með.inn í samninginn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:25

Getum við bætt efni síðunnar?