Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 26. júní 2005 kl. 17:00 - 18:40 Iðndal 2

1. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.00 miðvikudaginn

26. janúar 2005 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt

ritar fundargerð, fundinn sat einnig Kristján Baldursson umhverfisstjóri, Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri

og Ragnhildur Jónsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands.

Dagskrá

 

1. mál Umhverfisáætlun

Ragnhildur kynnti sig og sín störf fyrir Umís. Eftir yfirlestur draganna finnst henni að

helst þurfi að taka tillit til efnahags- og félagsleglegra þáttar og að áætlunin geti verið í

anda staðardagskrár 21, ekki bara umhverfisþáttanna. Að áætlunin verði velferðaráætlun.

Horfa þarf fram í tímann 10 til 15 ár og gera áætlun samkvæmt því. Þannig næst líka

betri nýting á fjármunum. Hún benti einnig á að staðardagskrárvinnan færi vel með

vinnu að aðalskipulagi.

Nefndarmenn líta svo á að umhverfisáætlunin sé góður aðdragandi að Staðardagskrá 21

og mæla með að vinnu við hana verði haldið áfram hvað sem öðru líður.

 

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl. 18:40

Getum við bætt efni síðunnar?