Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 03. mars 2005 kl. 17:00 - 18:35 Iðndal 2

2. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.00 fimmtudaginn

03. mars 2005 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Rannveig Eyþórsdóttir og Helga

Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

 

1. Umhverfisáætlun

Áætlanagerðin gengur hægt. Nefndarmenn skoðuðu drög að markmiðum um

vatnsmál, skólpmál og útivist og komu fram nokkrar hugmyndir sem haldið er til

haga.

2. Önnur mál:

Rannveig bendir á að þó ákveðin stefna sé í gangi varðandi frárennslismál er

mikilvægt að laga frárennsli við Brekkugötu þar sem klóak fellur út nálægt byggð.

Þorvaldur er að vinna með Heilbrigðiseftirlitinu að gerlavöktunarkerfi í fjörum

sem væntanlega verður komið á í vor. Tekin verða sýni úr sjónum á fyrirfram

ákveðnum stöðum og fylgst með breytingum.

Steyptir brunnareftir veru hersins á Stapanum geta verið hættulegir börnum.

Athuga þarf með að brjóta niður þessa brunna eða loka til að koma í veg fyrir

slys.

Sjá þarf til þess að rusl sé tínt á götum og opnum svæðum í sveitarfélaginu. Of

langur tími er að bíða til vors með að nýta krafta unglingavinnunnar.

 

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl. 18:35

Getum við bætt efni síðunnar?