Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 14. apríl 2005 kl. 17:00 - 18:50 Iðndal 2

3. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.00 fimmtudaginn

14. apríl 2005 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Rannveig Eyþórsdóttir, Margrét

Ingimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð. Fundinn sátu einnig Oktavía J.

Ragnarsdóttir frá Skógfelli og Kristján Baldursson umhverfisstjóri.

Dagskrá

 

1. mál Dagur umhverfisins

Að þessu sinni er hann helgaður þjóðgörðum og náttúruvernd. Sveitarstjórn hefur mælst

til að svæðið við Háabjalla verði kynnt íbúum af því tilefni. Dagurinn er 25. apríl, á

mánudegi. Ekkert er því til fyrirstöðu hvað varðar Skógræktarfélagið að hittast á

ræktunarsvæði þess og fræða fólk um starfsemina. Kynna þarf gönguferðina og dag

umhverfisins ásamt útlistun á starfi Skógfells og lýsingu á Háabjalla.

2. mál Umhverfisáætlun

Oktavíu gerð grein fyrir vinnu við áætlunina og beðin um að koma með athugasemdir við

þann lið áætlunarinnar sem snýr að vinnu Skógræktarfélagsins og framtíðarmarkmiðum.

Skipulag þarf í gróðurverndarmálum sem sveitarfélagið þarf að sjá til að verði útbúið og

haldi utan um.

Oktavía vék af fundi kl. 17:45

3. mál Girðingarmálið (Beitargirðing Grindavíkur og Voga á Sveifluhálsi)

Nefndin mælir með því að girðingin verið stækkuð til norðurs til þess að loka fyrir mikla

vegslóða sem liggja um svæðið og hindra þannig akstur vélknúinna farartækja sem valda

miklum gróðurskemmdum.

4. mál Vorhreingerning

Verktaki hefur verið að vinna við hreinsun í sveitarfélagin að undanförnu.

Hreinsunarátak verður með svipuðu móti og undanfarið en enginn einn dagur tilgreindur

sérstaklega. Nefndin mælir með því að nokkurra daga tímabil verði lagt undir

vorhreingerningu og auglýst nánar í fréttabréfi.

5. mál Staðardagskrá 21

Þorvaldur kynnti ráðstefnu sem haldin verður í Kópavogi 29. apríl næstkomandi. Nefndarmenn

hvattir til þátttöku á ráðstefnunni.

Erna vék af fundi kl. 18:30

 

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl. 18:50

Getum við bætt efni síðunnar?