Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 02. júní 2005 kl. 17:00 - 19:00 Iðndal 2

4. fundur í Umhverfisnefnd Vatnsleysustrandarhrepps var haldinn kl. 17.00 fimmtudaginn

2. júní 2005 að Iðndal 2, Vogum.

Mættir eru: Þorvaldur Örn Árnason, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir, Rannveig Eyþórsdóttir, Margrét

Ingimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð. Fundinn sat einnig Kristján

Baldursson umhverfisstjóri.

 

Dagskrá

 

1. mál ýmsar fréttir

Dagur umhverfisins heppnaðist vel, fleiri hefðu þó mátt mæta.

Þorvaldur og Kristján fóru á ráðstefnu um staðardagskrá þar sem rætt var um

endurskoðun stefnu ríkisins í umhverfismálum og samskipti við sveitarfélög.

Þorvaldur hefur gert vatnsmælingar í sveitarfélaginu og skrifað skýrslu þar um.

Efnasnauðasta vatnið er heita vatnið en kalda vatnið er um tvöfalt efnameira.

Efnahlultfallið er margfalt hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan verður tekin betur

saman og gerð opinber.

Kristján gerði grein fyrir hreinsunarátaki sem staðið hefur yfir. Miklu magni hefur verið

keyrt í burtu.

Mold er staðsett við gamla björgunarsveitarskýlið. Einhver brögð eru af því að

vinnuvélar hafi verið notaðar við að taka mold í stórum stíl og er slíkt óásættanlegt.

2. mál Fyrstu niðurstöður gerlavöktunar í fjörum á Suðurnesjum á vegum

Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

Af fyrstu sýnum er lítið hægt að segja. Mjög há tala kom fram á einum stað sem er

nálægt vinsælum útivistarstað í sveitarfélaginun en annars voru útkomur lágar

annarsstaðar. Þessar niðurstöður undirstrika það að flýta þurfi úrbótum á

frárennslismálum í sveitarfélaginu. Sýni verða tekin ársfjórðungslega.

3. mál Erindi frá Umhverfisstofnun um auglýsingarskilti meðfram vegum.

Þorvaldur gerði grein fyrir efni erindisins. Nefndarmenn hvattir til að hafa augun opin

fyrir áberandi skiltum fyrir utan þéttbýlið en þau eru ekki heimil samkvæmt

náttúruverndarlögum.

4. mál Veiðar á tófu, mink o.fl. í hreppnum.

Þorvaldur gerði grein fyrir bréfi frá Fausto Bianchi til Skógfells varðandi veiðar á tófu og

mink. Erindið hefur verið samþykkt hjá Skógfelli. Nefndin leggur til að höfuðáhersla

verði lögð á að útrýma minknum. Þörf er á að endurskoða stefnu sveitarfélagsins í

þessum málum.

5. mál Lausaganga hunda og fuglavarp

Lausaganga hunda er bönnuð í sveitarfélaginu. Óformlegar kvartanir hafa borist um

lausa hunda innan þéttbýlisins og sóðaskap sem þeim fylgir. Einnig er nauðsynlegt að

þetta bann sé virt á vinsælu útivistarsvæði á Stapanum. Þá er ekki síst haft í huga að

fuglavarp er mikið á þessu svæði.

 

6. mál Umhverfisverkefni vinnuskólans í sumar

Kristján gerði grein fyrir verkefnum sumarsins. Helstur verkefnin eru: Gróður fyrir fólk

í landnámi Ingólfs á Stapanum heldur áfram. Gróðursetning og viðhald á blómabeðum.

Sláttur á opnum svæðum í sveitarfélaginu. Golfklúbburinn selur vinnu við slátt á stærstu

svæðunum, Aragerði og Hábæ, einn dagur í viku hefur verið keyptur til þessa verka.

Vinnuskólinn sér um slátt á kirkjugarðinum eftir þörfum. 7. bekkur hefur verið við vinnu

á golfvellinum, fyrir hádegi í tvær vikur. Skólabíllinn er notaður við flutning.

7. mál Umhverfisviðurkenning í ár

Auglýst verður eftir tilnefningum um garða eða önnur umhverfismál sem eru til

fyrirmyndar.

8. mál Umferðaskilti við skólagarða

Verið er að vinna að umferðarmálum í sveitarfélaginu. Jákvætt var tekið í að sett verði

upp skilti sem gefur til kynna umferð barna á gatnamótunum.

 

Fleira ekki gert

fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?