Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 10. nóvember 2005 - 19:00 Iðndal 2

8. fundur umhverfisnefndar haldinn 10. nóvember 2005 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir,

Rannveig Eyþórsdóttir, Margrét Helgadóttir og Helga Ragnarsdóttir sem

jafnframt ritar fundargerðir. Fundinn sátu einnig Kristján Baldursson

umhverfisstjóri og Bergur Sigurðsson frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

1. mál: Uppgræðsla með lífrænum úrgangsefnum

Þorvaldur benti á skýrslu frá GFF sem fjallar um uppgræðslu með lífrænan

úrgang úr sveitarfélaginu. Galli við skýrsluna er að ekki er talað um samstarf

við landeigendur né Landgræðslu ríkisins og að einblýnt sé á Stapann en ekki

önnur ákjósanleg svæði í sveitarfélaginu. Ekkert er heldur talað um úrgang

sem fellur frá svínabúinu á Vatnsleysu.

Rætt var um muninn á hænsnaskít og svínaskít sem fellur til í sveitarfélaginu.

Æskilegra væri að nota svínaskítinn nær byggð heldur en blautan nýjan

hænsnaskít. Hann hefur verið brotinn niður og þurrkaður þannig að smithætta

er minni ásamt því að lykt er hverfandi.

Finna þarf ákjósanlegt geymslusvæði þar sem skítur getur staðið í einhvern

tíma áður en honum er dreift. Það gæti jafnframt hugsanlega verið

geymslustaður fyrir mold og annan lífrænan úrgang. Við geymslu á skítnum

minnkar magn baktería eins og kamfílóbakter og salmonellu.

Heilbrigðiseftirlitið mælir með að skítadreifingin sé gerð í sátt við

landeigendur, eftirlitsaðilar séu sáttir og að tekið sé tillit til vatnsverndar. Ekki

er talin stórkostleg smithætta af hænsnaskítnum.

Heilbrigðisnefndir sjá um að skilgreina vatnsverndarsvæði. Gera þarf grein

fyrir vatnsverndarsvæðum í aðalskipulagi.

Nefndin leggur til að lífrænum úrgangi í sveitarfélaginu verði dreyft í

beitarhólfið á ströndinni ásamt svæðinu í námunda við Keilisnes. Þó skal fara

varlega með dreifingu í beitarhólfinu sem liggur ofan byggðar.

Rætt var um fráveitumál. Kristján gerði grein fyrir vinnu við skýrslu sem búið

er að vinna varðandi þessi mál. Áætlað er að vinna við bætt frárennsli frá

sveitarfélaginu verði hafin 2007.

Bergur vék af fundi kl 18:10.

2. mál: Staða mála

Umræðu er frestað til næsta fundar.

3. mál: Önnur mál

Þorvaldur kynnti Umhverfisþing sem haldið verður 18. og 19. nóvember nk.

Vinna við umhverfisáætlun hefur verið hafin að nýju og er áætlað að henni

verði lokið snemma á næsta ári.

Þorvaldur las upp bréf frá Jóhanni Bergmann hjá vegagerðinni varðandi

efnistök vegna breikkunar Reykjanesbrautarinnar.

Nefndin óskar eftir því að Umhverfisstjóri verði skilgreindur sem starfsmaður

nefndarinnar og sjái um að fylgja málum eftir ásamt því að upplýsa

nefndarmenn um stöðu mála.

 

Fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?