Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 10. apríl 2006 - 19:00 Iðndal 2

3. fundur umhverfisnefndar haldinn 10. apríl að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Margrét Ingimarsdóttir, Jón Elíasson,

 

Margrét Helgadóttir

 

og Kristín Hreiðarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Dagskrá:

1. Umhverfisáætlun fyrir Sveitarfélagið Voga. Drögin fylgdu fundarboði sem

viðhengi.

Formaður kynnti verkið og auglýsti eftir athugasemdum, bæði efnislegum og

um meðferð málsins.

Athugasemd um heitt og kalt vatn á Vatnsleysuströndinni, að það verði leitt

bæði heitt og kalt á Vatnsleysuströndina meðal annars með tilliti til aukinnar

búsetu þar. Helga Ragnarsdóttir sendi athugasemdir við nokkra liði

umhverfisáætlunarinnar.

Nefndin telur að þetta plagg eigi að verða handbók umhverfisnefndar og í

stöðugri endurskoðun og þróun.

 

2. Aðalskipulagið og náttúruvernd.

Þessum þáttum eru gerð mjög góð skil í Svæðisskipulagi Suðurnesja 1987-

2007 en það gengur úr gildi á næsta ári og verður að líkindum ekki

endurnýjað.

Nefndin leggur til að náttúrufari, sögu og einkennum sveitarfélagsins verði

gerð góð skil í nýju aðalskipulagi. Að sveitarfélagið láti gera skrá yfir náttúru

og söguminjar og skoða hvað eigi að friðlýsa og á hvern hátt.

 

3. Bændur græða landið - erindi frá Landgræðsu ríkisins sem bæjarstjórn

sendi umhverfisnefnd til kynningar. Upplýsingar hér:

http://www.land.is/landbunadur/wglgr.nsf/key2/bgl.html

Vísað til fyrri bókana nefndarinnar um nýtingu búfjáráburðar til uppgræðslu.

 

4. Drög að reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Þessu

erindi ætti að beina til Heilbrigðisnefndar Suðurnesja eðli málsins samkvæmt.

5. Akstur á torfæruhjólum – erindi til kynningar.

Bent er á að Reykjanesbær er að koma upp aksturbraut í næsta nágrenni.

Athuga mætti hvort við getum átt aðild að því eða hvort koma eigi upp

torfæruaksturssvæði í okkar sveitarfélagi.

Leita þarf leiða til að stemma stigu við ólöglegum utanvegar akstri.

 

6. Starf umhverfisnefndar í 4 ár - yfirlit.

Málið rætt

 

7. Önnur mál

Mikilvægt er að hafa réttar og handhægar upplýsingar fyrir ferðamenn um

sveitarfélagið þar sem núverandi efni er mjög víða úrelt.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?