Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

6. fundur 10. júlí 2006 kl. 12:00 - 18:00 Iðndal 2

6. fundur umhverfisnefndar haldinn 10. júlí kl. 12:00 að Iðndal 2.

Mætt voru Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir, Helga

Ragnarsdóttir, Guðbjörg Theodórsdóttir, Geir Ómar Kristinsson

auk þess sat fundinn Sverrir Agnarsson verkstjóri umhverfisdeildar.

 

Helga Ragnarsdóttir ritar fundargerð í tölvu.

 

1. Umhverfisviðurkenningar 2006

Farið var yfir gögn frá undanförnum árum. Nefndarmenn fóru að því loknu í

skoðunarferð um sveitarfélagið. Eins og á fyrri árum var margt að sjá og margir

einstaklingar halda eignum sínum vel við og huga um leið vandlega að umhverfinu.

Ýmsu er þó einnig ábótavant, aðallega ófrágengnar húseignir, ónýtir bílar og annað

drasl á lóðum og illa hirtar lóðir. Eigendur nokkurra fyrirtækja halda eignum sínum í

góðu horfi. Ekkert fyrirtæki skarar þó framúr í þeim efnum að mati nefndarmanna.

Umhverfisnefnd leggur til að eftirtaldir eigendur húseigna í Vogum hljóti

umhverfisviðurkenningu í ár:

 

Jón Mar Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir fyrir húseign og garð, að Aragerði

17. Garðurinn er látlaus og smekklega hannaður með snyrtilegum og vel hirtum

gróðri. Í honum fara vel saman grasflatir, pallar og grjót með fallegri umgjörð trjáa.

Húsinu og garðinum hefur verið haldið við af natni í fjölda ára og eignin ávalt verið

til stakrar prýði.

 

Íbúar parhúsa Búmanna að Hvammsgötu.

Götumyndin þar sem húsin standa er stílhrein og heildarsvipur góður. Íbúarnir eru

samtaka um að halda lóðum og umhverfi snyrtilegu.

 

Margrét Aðalsteinsdóttir og Pétur Einarsson að Heiðargerði 4, fyrir gamalgróinn garð

þar sem mikil natni er lögð í viðhald gróðurs og grasflata. Garðurinn býr yfir

 

fjölbreyttum og gróskumiklum gróðri þar sem blandað er saman villtum plöntum og

skrautblómum á smekklegan hátt.

 

Helgi Guðmundsson og Júlía Gunnarsdóttir að Vogagerði 17, fyrir að auðga

umhverfið og mannlífið í Vogum með frumlegum gjörningum sem vekja athygli í vel

hirtum garði. Margvísleg verk þeirra bera vott um mikla sköpunargleði.

 

Nefndin leggur til að merkt verði við götur þar sem verðlaunagarða er að finna og að

leitað verði til heimamanna um gerð viðurkenningagripa.

 

Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?