Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 16. ágúst 2006 - 18:45 Iðndal 2

7. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 16. ágúst 2006 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir,

Guðbjörg Theodórsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Einnig sat fundinn Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

 

1. Umhverfisviðurkenningar 2006. Mat á starfi nefndarinnar.

Rætt var um tilhögun viðurkenninganna. Meðal annars var sett fram tillaga fyrir næsta

vor um að senda út hvatningabréf til einstaklinga og fyrirtækja ásamt því að hlera til

Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja varðandi eftirlit.

Gengið var frá greinargerð nefndarinnar til bæjarstjórnar um framkvæmd úttektar vegna

umhverfisviðurkenninganna.

Snæbjörn Reynisson mætir til fundar kl. 17:30

2. Afgreiðsla styrkumsóknar til Eignarhaldsfélags Brunabótar

Farið var yfir uppkast af umsókn um styrk til gerðar fræðsluskiltis um fuglalíf og fleira

áhugavert í sveitarfélaginu. Róbert var falið að ganga endanlega frá umsókninni og senda

til Styrktarsjóðs EBÍ.

3. Friðlýsing náttúru- og söguminja

Róbert gerði grein fyrir vinnu við skráningu menningarminja sem unnin hefur verið í

landi Minni–Voga og Grænuborgar. Flestar minjarnar eru í Grænuborgarlandi sem hefur

verið skipulagt sem byggingarland en vilji stendur til að nýta sem útivistarsvæði. Hann

kynnti einnig úttekt Sædísar Gunnarsdóttur á menningarminjum í sveitarfélaginu sem

gefin er út af Fornleifastofnun Íslands

Málinu er frestað til næstu funda.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?