Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

8. fundur 27. september 2006 - 19:00 Iðndal 2

8. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 27. september 2006 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir, Snæbjörn Reynisson,

Geir Ómar Kristjánsson og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

1. Vinnureglur umhverfisnefndar vegna umhverfisviðurkenninga

Vinnureglur þarf að endurskoða. Guðbjörg og Geir Ómar taka málið að sér og

kynna sér meðal annars reglur sambærilegra sveitarfélaga og hvort við getum

tileinkað okkur hugmyndir úr þeim.

 

2. Umgengni í sveitarfélaginu

Helga fór yfir nokkra þætti varðandi umgengni í sveitarfélaginu. Bóta er þörf á

ýmsum sviðum.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að settar verði reglur og viðurlög við

brotum við þeim, sem taka til umgengni verktaka og annarra framkvæmdaaðila í

sveitarfélaginu.

Ýmsar hugmyndir komu fram um bætta umgengni í sveitarfélaginu. Ljóst er að

virkja þarf fólk til ábyrgðar. Fram kom meðal annars sú hugmynd að dreifa til íbúa

áprentuðum ruslapokum með hvatningu um að fá sér göngutúr og tína rusl.

 

3. Áætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2006 - Kynning á skýrslu

Skýrslan var kynnt. Málið verður tekið fyrir síðar.

 

4. Fornminjar

Helga kynnti skýrslu Sædísar Gunnarsdóttur um menningarminjar í

Vatnsleysustrandarhreppi.

Nefndin lýsir ánægju sinni með að þetta verk skuli hafa verið unnið og leggur til að

það verði gert aðgengilegt íbúum sveitarfélagsins. Eintak er nú þegar til á

bókasafninu.

 

5. Eldfjallagarður á Reykjanesi

Helga sat málþing Landverndar þann 8. september síðastliðinn og gerði grein fyrir

hugmyndum sem þar komu fram. Nefndin tekur undir þessar hugmyndir

Landverndar og leggur til að bæjarstjórn leggi sitt af mörkum til að hugmyndirnar

verði þróaðar áfram og taki á sig fullmótaða mynd.

 

6. Staðardagskrá 21 fyrir Sveitarfélagið Voga

Málinu er frestað til næsta fundar. Stefnt verður að því að halda aukafund fyrir

málefni Staðardagskrár 21.

 

7. Önnur mál

Formaður auglýsir eftir málum fyrir næstu fundi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Getum við bætt efni síðunnar?