Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

10. fundur 08. nóvember 2006 Iðndal 2

10. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 8. nóvember 2006 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Snæbjörn Reynisson, Margrét Ingimarsdóttir,

Rakel Rut Valdimarsdóttir, Guðbjörg Theodórsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

Einnig sat fundinn Sverrir Agnarsson.

 

1. Reglur um umgengni vegna framkvæmda í Sveitafélaginu Vogar.

Rætt var um tillögu sem fram kom á síðasta fundi sem “Drög 2” Tillögur til breytinga

samþykktar.

 

2. Umhverfismat samgönguáætlunar.

Bæjarstjórn bað um umsögn umhverfisnefndar og gekk nefndin frá tillögu sem samþykkt

var og verður send bæjarstjórn.

 

3. Staðardagskrá 21 fyrir Sveitarfélagið Voga.

Farið yfir hvað gert hefur verið síðan á síðasta fundi. Lagðar fram athugasemdir Helgu

Ragnarsdóttur við kaflana um náttúruvernd og gróðurvernd.

 

4. Önnur mál.

Teknar var til umræðu kvartanir vegna úrgangs frá hænsnabúi og samþykkt að Þorvaldur

ræddi við bústjóra Nesbús um betri umgengni, bæði á svæði búsins og einnig á

Vatnsleysustrandarvegi.

Nefndin bendir á brýna þörf fyrir svæði til losunar jarðvegs.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?