Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 11. ágúst 2006 - 18:45 Iðndal 2

9. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 11. ágúst 2006 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir,

Guðbjörg Theodórsdóttir, Snæbjörn Reynisson

og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

 

1. Fundargerð síðasta fundar

Lagfæringar gerðar á fundargerð. Nafni Snæbjarnar Reynissonar bætt við.

2. Skipan í vinnuhóp vegna umhverfisviðurkenninga

Guðbjörg og Rakel Rut gefa kost á sér og taka að sér að semja drög að reglum um

val á eignum í sveitarfélaginu sem mælt er með að fái umhverfisviðurkenningar.

3. Tillögur að reglum varðandi umgengni og umhverfismál

Drög að reglum kynnt. Ákveðið að vinna nánar að reglunum með

byggingareglugerð til hliðsjónar. Aðrar umgengnisreglur bíða frekari umræðu.

4. Staðardagskrá 21

Tillaga og frumdrög skoðuð og vinna við málaflokka skipulögð.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45

Getum við bætt efni síðunnar?