Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 07. febrúar 2007 - 19:15 Iðndal 2

1. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 7. febrúar 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Rakel Rut Valdimarsdóttir,

Guðbjörg Theodórsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

 

1. Umhverfisverkefni vinnuskólans næsta sumar

Nefndin lýsir ánægju með verkefnalista vinnuskólans sem hún hefur nú undir

höndum. Ástæða er til að leggja mat á hvernig til hafi tekist. Nefndarmenn leggja til

að trjáræktarverkefni sem unnið hefur verið í samstarfi við Gróður fyrir fólk í

landnámi Ingólfs verði endurskoðað.

Ýmsar hugmyndir voru viðraðar, aðallega varðandi gróðursetningu og fegrun

bæjarins.

Ræða þarf betur verkefni komandi sumars með tómstundafulltrúa og

umhverfisverkstjóra.

2. Erindi frá Veraldarvinum um hugsanleg verkefni næsta sumar

Tekið er vel í erindið. Mælt er með því að verkefni Veraldarvina í Vogum verði

ruslatínsla í fjörum ásamt tilfallandi smáverkum. Jákvætt væri ef vinnuskólinn kæmi

að verkefninu og að það væri jafnvel í samstarfi við fyrirtæki hér í bæ.

3. Fornleifavernd á Íslandi – kynning á nýútgefinni stefnu íslenskra stjórnvalda

Stefnan lögð fram til kynningar. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með hana.

4. Styrkur í Þjóðhátíðarsjóð?

Samkvæmt nýútgefinni stefnu íslenskra stjórnvalda er lögð áhersla á að rannsaka,

skrá og vernda menningarsögulegar minjar og tryggja að íslenskum menningararfi

verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Fyrir liggur heimildaskrá um fornminjar

í öllu sveitarfélaginu sem eru mjög margar en lítið er vitað um. Með það að

leiðarljósi og vinnu við aðalskipulag og væntanlega staðardagskrá 21 er lagt til að sótt

verði um styrk til Þjóðhátíðarsjóðs til að vettvangsskrá fornminjar, að minnsta kosti

þær sem í mestri hættu eru fyrir ágangi sjávar.

5. Hugmynd um jarðgerð á lífrænum úrgangi á Suðurnesjum

Hugmyndin er góð en spurning um nánari útfærslu svo vel ætti að vera.

6. Staðardagskrá 21

Eftir að hafa setið fund Stefáns Gíslasonar um Staðardagskrá 21 síðastliðinn

miðvikudag eru nefndarmenn sammála um nauðsyn þess að hefja formlega vinnu við

Staðardagskrá 21.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?