Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 07. mars 2007 - 19:00 Iðndal 2

2. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 7. mars 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir,

Svanborg Svansdóttir, Róbert Ragnarsson og Rakel Rut Valdimarsdóttir sem jafnframt

ritar fundargerð í tölvu.

1. Drög að aðalskipulagi

Þorvaldur kynnir tillögur vegna nýs aðalskipulags dreifbýlis í Sveitarfélaginu Vogum og

loftmyndir af svæðinu sem eru með skýringum.

Róbert segir frá fundi sem hann og Birgir áttu með fulltrúum Iðnaðar og

Fjármálaráðuneytis, þar var rætt um framtíðarskipulag iðnaðarsvæðis á Keilisnesi.

Róbert víkur af fundi kl. 17:50

2. Framhald af umræðu um Staðardagskrá 21.

Lagt er til að Staðardagskrá 21 eigi sitt svæði á nýrri heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem

yrði kynning á verkefninu auk hugmyndabanka þar sem hægt væri að leggja inn tillögur.

3. Hvernig skilti eigum við að láta gera við tjörnina og fjöruna ?

Þorvaldur sýnir okkur myndir af mismunandi útfærslum af skiltum. Það þarf að kaupa,

1stórt upphafsskilti og 3-4 smærri auk upplýsingabæklinga. Sveitarfélagið fékk styrk frá

Brunabót til þess að gera skiltin, auk þess sem sveitarfélagið leggur til sömu upphæð á

móti.

Ákveðið er að nefndin kynni sér betur kostnað og gæði skiltanna áður en ákvörðun er

tekin um kaup.

4. Hvað gerum við á umhverfisdeginum, 25 apríl?

Umræðu frestað til næsta fundar.

5. Önnur mál.

‘Akvörðun er tekin um það að fulltrúar umhverfisnefndar standi fyrir reglulegum

gönguferðum um sveitarfélagið, vikulega frá og með 14. mars. Allir velkomnir.

Hvatning til allra bæjarfulltrúa og nefndarfólks að skrá sig í næsta hóp Vistverndar í

verki.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:00

Getum við bætt efni síðunnar?