Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

3. fundur 02. apríl 2007 - 19:10 Iðndal 2

3. fundur umhverfisnefndar var haldinn mánudaginn 2. apríl 2007 að Iðndal 2. Fundinn

sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Geir Ómar Kristinsson, Guðbjörg Theodórsdóttir, Rakel

Rut Valdimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

1. Drög að umhirðuáætlun

Drögin voru skoðuð og ýmsar hugmyndir tíundaðar. Sverrir Agnarsson

umhverfisverkstjóri tók þátt í umræðunum. Helgu er falið að setja inn athugasemdir

sem komu fram á fundinum og afhenda bæjarstjóra sem tillögur nefndarinnar.

2. Drög að aðalskipulagi – hvar liggja mörk friðaðra svæða?

Þorvaldur leggur fram kort af sveitarfélagin þar sem merkt eru inn á tillögur að

friðuðum svæðum. Nefndin leggur til að unnið verði frekar að tillögunum.

3. Tillaga að skiltum við tjörnina og fjöruna – lokaumræða

Tillögur að texta á skiltin eru lagðar fram og endurbættar. Lagt er til að uppsetning

skiltana verði unnin af fyrirtæki í sveitarfélaginu. Nefndin leggur til að leitað verði

allra ráða til að hægt verði að gera öll þau sjö skilti sem tillögur liggja fyrir um.

4. Umhverfisdagurinn 25. apríl – þema dagsins er orka og orkunýting

Nefndin leggur til að bæjarbúar sem vinna í Vogum verði hvattir til að ganga eða

hjóla til vinnu þann dag. Skólarnir eru ennfremur hvattir til að huga að verkefnum í

tilefni dagsins.

5. Önnur mál

Nefndin leggur til að bæjarbúar verði enn og aftur hvattir til að taka til á lóðum sínum

og huga að umhirðu. Þeir sem stunda atvinnurekstur í sveitarfélaginu eru ekki síður

hvattir til að taka til á lóðum sínum eða girða af geymslusvæði þannig að ekki blasi

við vegfarendum.

Framhald á gönguferðum. Gengið um þéttbýlið og athugað hvar er snyrtilegt og hvar

úrbóta er þörf. Skoðunarferð þar sem göngustígar eru ætlaðir.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.19:10

Getum við bætt efni síðunnar?