Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 02. maí 2007 - 18:50 Iðndal 2

4. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2007 að Iðndal 2. Fundinn

sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir, Margrét

Ingimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

1. Gönguferðir framundan

Farið var yfir hugamyndir að gönguferðum sem auglýstar hafa verið. Ákveðið

var að bæta við ferð um Brunnastaðahverfi og fá staðkunnuga til frásagnar.

2. Gönguferðir undanfarið – Hvað hefur komið fram

Ferðirnar hafa verið fróðlegar og tilvalið tækifæri fyrir íbúa til að koma

hugmyndum sínum á framfæri. Ýmislegt hefur verið rætt og hugmyndir komið

fram bæði frá nefndarmönnum og íbúum.

3. Hreinsun og fegrun í bæjarfélaginu

Nefndin leggur til að hreinsunarátaki verði framhaldið þannig að þeir sem ekki

sinna því að hreinsa á lóðum sínum fái sent hvatningabréf og gefinn hóflegur

frestur til úrbóta. Ef því verður ekki sinnt verði birtar myndir á heimasíðu

sveitarfélagsins. Samanber átak Akureyrarbæjar.

Hvatt er til að nýsettum umgengnisreglum á byggingasvæðum verði fylgt stíft

eftir og meðal annars lagt til að eigandi gáms á gangstétt við Brekkugötu 10 verði

gert að fjarlægja hann innan tilsetts tíma.

Lagt er til að fyrirtæki sem þurfa að geyma hluti (sem ekki eru í stöðugri notkun)

á lóðum sínum verði gert að hafa þá innan hárra girðinga þar sem þeir eru ekki

fyrir augum vegfarenda. Samanber Normi og nokkur fyrirtæki við Iðndal.

Finna þarf lausn á vandamálum vegna stórra flutningabíla sem lagt er í

íbúðagötum.

4. Byrgja þarf brunna við eyðibýli

Nokkrir brunnar við eyðibýli eru hættulegir vegfarendum. Sú hugmynd kom fram

að byrgja þá með sterku neti þannig að ekki hljótist slys af né að hægt sé að henda

í þá rusli. Engu að síður séu þeir sýnilegir. Brunnarnir sem um ræðir eru á

Brekku, Grænuborg og við Hausthús.

5. Umhverfismál í aðalskipulagi sem unnið er að

Umræðu frestað.

6. Önnur mál

Veraldarvinir munu koma í Vogana og vinna í sumar.

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs verður ekki starfrækt í sveitarfélaginu í

sumar.

Nefndin leggur til að gegnið verði frá Gvendarbrunni í Vogum og hann merktur.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18:50

Getum við bætt efni síðunnar?