Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 04. júní 2007 kl. 13:00 - 21:00 Iðndal 2

7. fundur umhverfisnefndar var settur kl. 13:00 miðvikudaginn 4. júní 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir, Rakel

Rut Valdimarsdóttir og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Fundinn sat einnig Sverrir Agnarsson verkstjóri umhverfisdeildar.

 

1. Umhverfisviðurkenningar

Nefndarmenn fóru vítt og breitt um sveitarfélagið og skoðuðu eignir sem tilnefndar hafa

verið til umhverfisviðurkenninga í ár ásamt eignum sem fylgst hefur verið með

undanfarin ár og lofað hafa góðu. Unnið var eftir viðmunaðarreglum nefndarinnar sem

samþykktar voru í bæjarstjórn 2. júlí síðastliðinn og farið um þéttbýlið í bænum og

dreifbýlið inn strönd.

Nefndin hefur komist að niðurstöðu um viðurkenningar vegna fjögurra eigna í

sveitarfélaginu. Niðurstaðan er birt bæjarstjórn í fylgiskjali með þessari fundargerð sem

birtist almenningi eftir að viðurkenningar hafa verið veittar, á fjölskyldudaginn, 11. ágúst

næstkomandi.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið að Heiðargerði 28. kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?