Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 31. október 2007 - 20:20 Iðndal 2

9. fundur umhverfisnefndar var haldinn miðvikudaginn 31. október 2007 að Iðndal 2.

Fundinn sátu: Þorvaldur Örn Árnason, Rakel Rut Valdimarsdóttir,

 

Eric dos Santos, Guðbjörg Theodórsdóttir

og Helga Ragnarsdóttir sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Dagskrá

1. Fræðsluskilti

Vinnsla er í fullum gangi og gengur vel.

 

2. Skráning fornleifa í sveitarfélaginu

Fornleifastofnun Íslands og Sveitarfélagið Vogar hafa gert með sér samning um

skráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Skráning er hafin og er áætlað að henni verði

lokið 2013. Umhverfisnefnd fagnar samningnum og að vinna við þetta áríðandi mál

sé hafin.

 

3. Aðalskipulag Voga 2007 – 2027

Þjóðleiðir, örnefni og fornminjar

Þorvaldur fór yfir fjölmörg atriði sem hann ásamt Sesselju Guðmundsdóttur, Viktori

Guðmundssyni og Jóhönnu Guðmundsdóttur hafa gert að tillögu að verði leiðrétt

og/eða verði bætt við á uppdrætti og í greinargerð.

Nánari útlistun er í fylgiskjali.

Skógræktarsvæði (sjá 2.3.1 O-5)

Svæðið ofan Brunnastaðahverfis verði stækkað til austurs þannig að það nái inn í

Lágar og þar með yfir svæðið þar sem nemendur Stóru-Vogaskóla hafa gróðursett

vor hvert undanfarinn áratug.

Svæðið við Háabjalla verði stækkað til norðurs meðfram bjallanum þannig að það

nái að undirgöngunum og jafnvel áfram vestan við þau og suður að mörkum lands

Grindavíkur, sbr. trjáreit milli Reykjanesbrautar og gamla Keflavíkurvegar.

Rök fyrir stækkun: Búast má við auknum áhuga á trjárækt vegna bindingar

koltvíoxíðs og gæti þurft meira rými til næstu 20 ára. Ekki er æskilegt að

gróðursetja of þétt, æskilegt að hafa opin rjóður víða inn á milli þannig að

skógræktarsvæðin henti vel til útivistar.

Merking hverfisverndar

Svörtu yfirstrikin frá Umhverfisstofnun til að afmarka svæði á náttúruminjaskrá eru

mun meira áberandi en hvítu strikin sem merkja hverfisvernd. Getur valdið ruglingi.

Einnig er afmörkun Umhverfisstofnunar víða ónákvæm. Lagt er til að merkingum

verði breytt þannig að náttúruminjar verði minna áberandi en hverfisverndin.

Verndun túna

 

Bætt verið í hverfisverndarskilmála H-1 að æskilegt sé að viðhalda túnum á

Vatnsleysuströnd með því að slá þau eða beita. Verði það ekki gert má búast við að

þau breytist í óræktarmóa eða kjarrlendi.

Hófleg beit kinda og hrossa getur verið liður í að viðhalda búsetulandslagi. Flest

túnin í Vogum hafa nú horfið undir byggð en á Vatnsleystuströnd eru mörg tún, að

vísu ekki stór.

Önnur atriði

Nefndin leggur til að sett verði inn lítið athafnasvæði ofan við mislægu gatnamótin

ofanverð. Þar væri einungis hægt að setja upp aðstöðu fyrir farþega áætlunarbíla og

jafnvel bensínstöð.

Merkja ætti inn Sprengjusvæðið við Skógfellaveg og Miltisbrandssvæðið við

Sjónarhól, ef ekki á kortið þá í greinargerðina.

Lýsa ætti sveitarfélagið kjarnorkuvopnalaust svæði og banna alla umferð farartækja

með kjarnorkuvopn, sbr. yfirlýsingar flestra annarra sveitarfélaga á Íslandi?

4. Háspennulínur í landi Voga

Bæjarstjórn vísaði til nefndarinnar erindi varðandi háspennulínur í landi Voga.

Nefndin gefur eftirfarandi umsögn um málið:

Að vel athuguðu máli leggur umhverfisnefnd til að öllum fyrirliggjandi valkostum

Landsnets um loftlínur verði hafnað með framtíðarhagsmuni íbúa Sveitarfélagsins

Voga og náttúruvernd í huga. Nefndin álítur að svo miklar raflínur muni spilla

ásýnd lands okkar og hefta möguleika til atvinnusköpunar, útivistar og annarrar

landnýtingar til frambúðar. Ekki verður heldur séð að þörf sé fyrir svo stór, og

afkastamikil mannvirki jafnvel þó virkjanir stækki og jafnvel þó 250.000 tonna

álver yrði byggt í Helguvík.

Til að styrkja raforkudreifingarkerfið á Suðurnesjum mælir nefndin með jarðstreng

sem lagður verði þétt meðfram Reykjanesbraut og að núverandi lína fái að halda

sér. Sú lausn þarf ekki að verða mikið dýrari en loftlínur ef umhverfiskostnaður er

tekinn með í dæmið.

Verði byggður upp verulega orkufrekur iðnaður á Helguvíkursvæðinu vill nefndin

að skoðaður verði sá kostur að leggja sæstreng milli Flekkuvíkur og Helguvíkur.

Samkvæmt nýlegum rannsóknum eru áhrif sæstrengs á botndýralíf lítil. Þannig yrði

sjónmengun engin og leiðin að auki styttri en landleiðin.

5. Fréttir af umhvefisþingi

Frestað

6. Pistlar umhverfisnefndar á vogar.is

Pistlar frá umhverfisnefnd munu framvegis birtast undir liðnum pistlar, á heimasíðu

sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?