Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

4. fundur 26. mars 2008 kl. 17:00 - 20:40 Iðndal 2

Fundur var haldinn í umhverfisnefnd miðvikudaginn 26. mars 2008 kl. 17 í Iðndal 2.

Mætt voru: Guðbjörg Theodórsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason og Helga Ragnarsdóttir sem

jafnframt ritar fundargerð í tölvu.

Þetta er fjórði fundurinn árið 2008.

Dagskrá:

1. mál

Fornleifaskráning - framhald

Lagt er til að Kálfatjörn verði tekinn fyrir næst ásamt því að lokið verði við skráningu Vogajarða,

einkum með sjónum út undir Stapa. Gerð verða fræðsluskilti hjá golfklúbbnum á Kálfatjörn í

sumar og færi vel að þetta tvennt væri unnið samhliða. Fornminjar í og við Vogavík eru í bráðri

hættu vegan sjógangs.

 

2. mál

Fræðsluskiltin

Farið yfir leiðréttingar sem gerðar hafa verið á texta. Rætt var nánar um staðsetningu og ákveðið

að tjarnarskiltið verði norð – austan við tjörnina og nýr staður fyrir fjöruskiltið verði við gatnamót

“Ástarbrautar” og göngustígs sem liggur vestan Tjarnarsals.

 

3. mál

Sjóvarnaráætlun 2009 til 2012

Farið yfir hugmyndir að verkefnum.

4. mál

Hreinsunarátak

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.40.

Getum við bætt efni síðunnar?