Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

5. fundur 15. janúar 2020 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá

1.Sorpflokkun í Sveitarfélaginu Vogum

1911009

Nefndinni verður kynnt sú vinna sem er búið að fara í í Stóru-Vogaskóla vegna flokkunar á sorpi.
Afgreiðsla umhvefisnefndar: Nefndin tekur vel í þessa samræmingu á flokkunarmálum í sveitarfélaginu og vonar að hún komist í gagnið sem fyrst

2.Íbúafundur um umhverfismál.

2001020

Umræða um kynningarfund fyrir íbúa sveitarfélagsins um umhverfismál og flokkun á sorpi.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Stefnt er að því að halda íbúafund 4 mars. Verður auglýst þegar nær dregur.

3.Arahólsvarða.

2001021

Minjafélagið óskar eftir því að umhverfinefnd ræði ástand Arahólavörðu og samþykki að unnið verði að endrubótum á henni.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin tekur undir með félaginu að varðan þarfnast lagfæringar. Hafa þarf í huga lög um friðuð mannvirki við endurbæturnar og leita ráða sérfróðra svo vel megi fara. Bæjarsttjóra er falið að koma verkinu í réttan farveg.

4.Jól og áramót í Vogum 2019

1911016

Minnisblað um úrræði vegna flugeldarusls og söfnun jólatrjá lagt fram til umræðu.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mun vinna þetta mál áfram í samvinnu við björgunarsveitina.

5.Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029

1911032

Verkefnis- og matslýsing kerfisáætlunnar Landsnets fyrir 2020-2029 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Lagt fram til kynningar.

6.Microsoft Teams samskipti.

2001022

Umræða um notkun Microsoft Teams fyrir nefndina.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Málin rædd.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?