Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 03. júní 2019 kl. 17:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Kristín Ragnarsdóttir formaður
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir varaformaður
  • Helga Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Vignir Friðbjörnsson
Fundargerð ritaði: Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna
Dagskrá

1.Umhverfisnefnd 2019 - starfsáætlun og fundartímar

1904019

Beiðni um að rætt verði að nýju um fundartíma nefndarinnar. Dagskrárliðurinn er án fylgigagna.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Fundað verði 3 miðvikudag í hverjum mánuði

2.Opinn fundur um umhverfismál.

1810040

Beiðni um að málið verði skoðað aftur og hvort eitthvað af þeim tillögum séu á dagskrá hjá umhverfisdeildinni.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Nefndin beinir þeim tilmælum til Sveitarfélagsin að hvetja fyrirtæki til að hafa snyrtilegt á sinni lóð.
Nefndin leggur til að hugað verði að fjárveitingu til umhverfishreinsunar í formi styrkja til yngri flokka eða skólabarna.
Nefndin leggur til að haldinn verður annar fundur í svipuðum dúr, í haust.
Nefndin beinir þeim tilmælum til forstöðumanna sveitarfélagsin og umhverisdeildar að huga að því að hafa sínar stofnanir og nærumhverfi til fyrirmyndar og sýna gott fordæmi.

3.Verkskipan umhverfisdeildar

1905040

Minnisblað forstöðumanns umhverfis og eigna um verkskipan deildarinnar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Nefndin hvetur umhverfisdeildina til að vera virkari í umhirðuverkefnum og hvetur íbúa til að nota ábendingarhnappinn á heimasíðu sveitarfélagsins.

4.Umhirðuáætlun Sveitarfélagsins Voga

1904015

Framhald umræðu um umhirðuáætlun sveitarfélagsins.
Afgreiðsla umhverfisnefndar: Samþykkt að fara í endurskoðun umhirðuáætlunar og deila verkefnum á milli nefndarmanna.
Áætlunin skal vera klár fyrir fjárhagsáætlunar vinnu fyrir árið 2020.

5.Trjáplöntur, blómaker, beð o.fl.

1905041

Almenn yfirferð um málefni er lúta að umhverfinu í sveitarfélaginu.
Afgriðsla umhverfisnefndar: Minnisblaði komið til umhverfisdeildar.

6.Hreinsunardagar 2020

1905042

Undirbúningur og skipulagning umhverfisviku árið 2020.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Nefndin samþykkir að hún leggist í hugmyndavinnu fyrir næsta ár og hugmyndavinnu skuli lokið í febrúar 2020.

7.Vogagerði 23, skipulag lóðar

1905031

Vísun frá Skipulagsnefnd, sem óskar eftir tillögum Umhverfisnefndar um nýtingu lóðarinnar.
Afgreiðsla umhverfisnefndar:
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?